Haustið 2023 varð 5 vetra hryssan okkar Gáfa fyrir slysi úti í hólfi með nokkrum öðrum hrossum. Við vitum ekki hvað gerðist en komum að henni á þremur fótum. Við komum henni inn og hringdum í Ingunni í dýralækni. Eftir skoðun var niðurstaðan að hún væri ekki fótbrotin heldur gengin úr bógliðnum, sem er mjög sjaldgæft. Ingunn grúskaði og fann leið til að kippa henni í liðinn aftur, til þess var notaður burðartjakkur fyrir kýr/kálfa. Hér fyrir neðan má sjá myndband af ferlinu. Eftir að hún var komin í liðinn aftur þurfti hún að vera kjur inni í stíu í nokkrar vikur og svo bara hreyfð stutt á hverjum degi. Þremur mánuðum eftir slysið var hún skoðuð aftur og fékk þá heimild til að hreyfa sig sjálf, án þess að vera teymd. Þetta gekk allt ótrúlega vel og þegar vetrartíðin fór að minnka slepptum við henni með stóðinu og þar voru allir vinir. Þegar fór að sumra fórum við með hana til Ingunnar í sæðingar og er hún núna fylfull við Hannibal frá Þúfum.
In the video beneath you can see the story of Gáfa frá Bessastöðum. She got injured the autumn 2023 and the video shows her healing process.
In the video beneath you can see the story of Gáfa frá Bessastöðum. She got injured the autumn 2023 and the video shows her healing process.
Hér fyrir neðan er myndband af einum af síðustu reiðtúrum Gáfu. Jói situr hana og Guðný situr Rauðhettu, sem er núna komin í folaldseign og mun kasta sínu fyrsta folaldi í vor, eins og Gáfa.
One of Gáfa's last riding tour. Jói is riding her and Guðný is riding Rauðhetta, that is now also pregnant and will have her first foal next spring.
One of Gáfa's last riding tour. Jói is riding her and Guðný is riding Rauðhetta, that is now also pregnant and will have her first foal next spring.