• Heim
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Þjálfunarhross
  • Folöld
  • Ræktunarhryssur
  • Hafa samband

Upphæðir

21/10/2019

0 Comments

 
Lengi höfum við rætt um að koma okkur upp lítilli kaffistofu og klósetti í útihúsunum, þær vangaveltur urðu loks að veruleika, en eitthvað klikkaði með að hafa kaffistofuna litla. 
Árin 1967-1969 voru hér byggð 400 kinda fjárhús og 250 fermetra þurrheyshlaða. Fyrstu sumrin sem heyjað var í hlöðuna voru mjög blaut, þannig að það endaði með því að pabbi steypti votheysgryfjur í annan endann á hlöðunni. Árið 1979 var svo bætt við 250 fermetra flatgryfju, þannig að notin fyrir votheysgryfjurnar urðu lítil. Þær urðu auðvitað upplagðar til að geyma hina ýmsustu hluti. Þegar við tókum við búinu árið 1995 breyttum við annarri þeirra í járningaraðstöðu og gegnumkeyrslu með hey, hin hélt áfram að safna drasli og geyma eitt og annað, sem oftast týndist bara eða varð ónýtt í rakanum og sýrunni frá heyinu. Svona lagað gengur auðvitað ekki, svo við ákváðum að breyta þessari ruslakompu í verkstæði og klósett. Til þess að það yrði góð aðstaða þurfti að setja milliloft og þar ofan á myndaðist auðvitað upplagt kaffistofurými. Bjarni Þór föðurbróðir minn settist niður og teiknaði og út varð þessi líka myndar kaffistofa, með tveimur kvistum á hlöðunni. Auðvitað miklu stærra en við ætluðum, en frábært rými, sem nýtist okkur núna mjög vel til að taka á móti gestum í hesthúsið eða hvað sem er. 
Hér fyrir neðan má sjá myndband af ferlinu öllu.
0 Comments



Leave a Reply.

    Eldri fréttir / Older news
    Myndaalbum/Photoalbum

    Bessastaðafréttir

    Hér verða settar inn helstu fréttir af fólki og fénaði.

    Archives

    November 2020
    May 2020
    November 2019
    October 2019
    April 2019
    October 2018
    June 2018
    May 2018
    October 2017
    June 2017
    January 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    July 2016
    June 2016
    April 2016
    March 2016
    January 2016
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly