• Heim
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Þjálfunarhross
  • Folöld
  • Ræktunarhryssur
  • Hafa samband

Uppskera ársins í hrossaræktinni / Going good in our horsebreeding

24/10/2015

0 Comments

 
Nú er tíminn sem hrossaræktendur gera upp keppnis- og sýningarárið um leið og þeir fara að huga að uppstillingu vetrarins og komandi árs. Hér ætlum við að skoða árangur Bessastaðabúsins á árinu.

Jói sýndi 5 hross úr okkar ræktun og eigu í kynbótadómi á árinu. Meðalaldurinn var 5,4 ár og meðaleinkunn 8,02.  
Hann var líka duglegur á keppnisvellinum með hross í okkar eigu og ræktun og gekk vel með þau.
​Hér fyrir neðan verður hrossunum gerð nánari skil.

We want to look a bit back in the year and see how we did on the tracks.
Jói did show 5 horses from our breeding for breedingjudges. The average age is 5,4 years and the averege scores are 8,02.
Picture
Picture
Picture
Fröken frá Bessastöðum er 4 vetra hryssa undan Millu frá Árgerði og Kunningja frá Varmalæk. Jói og Fríða Rós eiga hana saman, en Fríða á þó mikinn meirihluta í henni eins og Jói er ávalt minntur á. Hún hlaut í aðaleinkunn 8,04. Fyrir sköpulag 8,31 og fyrir hæfileika 7,86. Þar af 8,5 fyrir höfuð, háls/herðar/bóga, samræmi, fótagerð, stökk og vilja. Svo fékk þessi fjögurra vetra snillingur 9,0 fyrir skeið.

Fröken frá Bessastöðum is 4 years old daughter of Milla frá Árgerði og Kunningi frá Varmalæk. She got for total 8,04.

Picture
Picture
Picture
Mjölnir frá Bessastöðum er líka fjögurra vetra. Hann er undan Vilmu frá Akureyri og Álfi frá Selfossi. Frábærlega geðgóður hestur, mjúkur og hágengur. Við ákváðum að sýna hann í kynbótadómi í vor, þó svo að til beggja átta geti brugðið með að fara með unga stóðhesta á ókunna staði. Það gekk svo sem eftir að hann var ekki með hugann við verkið, en komst þó frá því. Hann fékk í aðaleinkunn 7,66. Fyrir sköpulag 8,15 og fyrir hæfileika 7,33. Þar af 9,0 fyrir fótagerð.

Mjölnir frá Bessastöðum is 4 years old stallion. Son of Vilma frá Akureyri and Álfur frá Selfossi. We decided to take him for breedingtest, though it could go both ways with so young stallion. In the ridingjudge he was not consentrated on the rider so it was not possible to ask him for much. But we are very excited for the coming winter to continue training him. He got 7,66 in total breedingscore.

Picture
Picture
Picture
Hellen frá Bessastöðum er sex vetra hryssa undan Önn frá Grafarkoti og Aroni frá Strandarhöfði. Við ræktum hana með félögum okkar í Belgíu, þeim Dirk og Harold. Hún hlaut í aðaleinkunn 8,05. Fyrir byggingu 7,87 og fyrir hæfileika 8,18. Þar af 8,5 fyrir hófa og vilja og 9,0 fyrir skeið.

​Hellen frá Bessastöðum is 6 years old, daughter of Önn frá Grafarkoti and Aron frá Strandarhöfði. She got 8,05 in total breedingscore.

Picture
Picture
Picture
Hugsun frá Bessastöðum er sex vetra hryssa undan Hugsýn frá Þóreyjarnúpi og Ágústínusi frá Melaleiti. Hún fékk 8,21 í aðaleinkunn, fyrir sköpulag 8,06 og fyrir hæfileika 8,31. Þar af 8,5 fyrir bak/lend, hófa og brokk og 9,0 fyrir skeið og vilja/geðslag. Hugsun er eina afkvæmið sem við eigum og ræktuðum undan Hugsýn. Við héldum henni eftir ágætan kynbótadóm þegar hún var fjögurra vetra, tókum hana svo aftur í þjálfun á sjötta vetur og seldum hana svo þegar hún var 8 vetra.

Hugsun frá Bessastöðum is 6 years old daughter of Hugsýn frá Þóreyjarnúpi and Ágústínus frá Melaleiti. She got 8,21 in totalscore in breedingjudge.

Picture
Picture
Picture
Mynd frá Bessastöðum er sjö vetra undan Vilmu frá Akureyri og Andvara frá Ey. Hún fékk í aðaleinkunn 8,12. Fyrir sköpulag 7,94 og fyrir hæfileika 8,24. Þar af 8,5 fyrir fegurð í reið, hægt tölt og hægt stökk. Hún fékk 9,0 fyrir fótagerð, tölt, brokk og vilja. Við eigum engar ljósmyndir af henni úr kynbótadómnum, bara af keppnisvellinum, þar sem hún stóð sig mjög vel í fjórgangi, B-flokki og tölti.

Mynd frá Bessastöðum is 7 years old daughter of Vilma frá Akureyri and Andvari frá Ey. She got totalscore 8,12. 

Á keppnisvellinum var Jói helst með Mynd, sem getið er hér fyrir ofan og Sjöund frá Bessastöðum.

Jói was not only riding for breedingjudges he was also competing last summer. He did compete in fourgate, B-flokkur and tölt on Mynd frá Bessastöðum, which is mentioned here above.  
Picture
Picture
Picture
Sjöund frá Bessastöðum er sjö vetra undan Frostrós frá Þóreyjarnúpi og Krafti frá Efri-Þverá. Jói keppti á henni með góðum árangri í fimmgangi, A-flokki og gæðingaskeiði.

Jói did compete on Sjöund frá Bessastöðum in fivegate, A-flokkur and pasetest. Sjöund is 7 years old daughter of Frostrós frá Þóreyjarnúpi and Kraftur frá Efri-Þverá.

Picture
Picture
Picture
Það er ekki nóg fyrir Jóa að keppa á Íslandi. Hann skrapp til Belgíu og Hollands til að fylgja eftir Skyggni frá Bessastöðum. Þeir tóku þátt í A-flokki og 100 m skeiði með mjög góðum árangri. Gaman að fá að fylgja eftir góðum hestum á erlendri grund.

It is not enough for Jói to compete in Iceland, he also went to Belgium and Holland to compete on Skyggnir frá Bessastöðum. They did compete in A-flokkur and 100 m pase and it went very well.
0 Comments



Leave a Reply.

    Eldri fréttir / Older news
    Myndaalbum/Photoalbum

    Bessastaðafréttir

    Hér verða settar inn helstu fréttir af fólki og fénaði.

    Archives

    November 2020
    May 2020
    November 2019
    October 2019
    April 2019
    October 2018
    June 2018
    May 2018
    October 2017
    June 2017
    January 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    July 2016
    June 2016
    April 2016
    March 2016
    January 2016
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly