Á Bessastöðum er rekið kúabú, með að jafnaði 30 kúm í fjósi. Flestar af kúnum bera í ágúst og september.
Árið 1999 var tekið í notkun nýtt lausagöngufjós með 33 legubásum og 2*4 Strangko mjaltabás og kjarnfóðurbás. Fóðurgangurinn er langur, þannig að kýrnar geta allar étið í einu. Við kappkostum að gefa kúnum nýræktarhey og er þess gætt að alltaf sé nóg hey hjá þeim.
Kýrnar bera í hálmburðarstíum og kálfarnir eru í hálmstíum á mjólkurfóðrunartímabilinu, sem er 2 mánuðir. Svo fara þeir í hópstíu með gúmmíklæddum rimlum. Yfir sumarið eru kálfarnir hafðir úti. Flestir nautkálfar eru seldir til nautakjötframleiðslubænda. Þeir sem ekki eru seldir eru geltir svo þeir geti verið með kvígunum.
Ársgamlir kálfar eru hafðir í stórri stíu með legubásum. Kvígunum er haldið við 13-15 mánaða aldur, þá bera þær flestar í lok ágúst og september.
Markmið búsins er að framleiða úrvalsmjólk og ná mikilli mjólk eftir hverja kú. Því er kappkostað að halda kúnum heilbrigðum, ánægðum og fóðra þær vel á góðu fóðri. Við endurræktum túnin oft, þannig að fóðrið sem kýrnar fá er helst ekki af eldri en 5 ára gömlum túnum.
Þegar kemur að kynbótum þá notum við mikið sæði úr óreyndum nautum, enda eiga þau vonandi sem flest að vera betri en reyndu nautin. Svo þarf líka að nota þau til að reynsla fáist á þau. Bestu kýrnar látum við þó sæða með bestu nautum hvers tíma, en þó þannig að naut og kýr passi saman. Sérstaklega er þess gætt að gallar nauts og kýr séu ekki í sömu eiginleikum.
Árið 1999 var tekið í notkun nýtt lausagöngufjós með 33 legubásum og 2*4 Strangko mjaltabás og kjarnfóðurbás. Fóðurgangurinn er langur, þannig að kýrnar geta allar étið í einu. Við kappkostum að gefa kúnum nýræktarhey og er þess gætt að alltaf sé nóg hey hjá þeim.
Kýrnar bera í hálmburðarstíum og kálfarnir eru í hálmstíum á mjólkurfóðrunartímabilinu, sem er 2 mánuðir. Svo fara þeir í hópstíu með gúmmíklæddum rimlum. Yfir sumarið eru kálfarnir hafðir úti. Flestir nautkálfar eru seldir til nautakjötframleiðslubænda. Þeir sem ekki eru seldir eru geltir svo þeir geti verið með kvígunum.
Ársgamlir kálfar eru hafðir í stórri stíu með legubásum. Kvígunum er haldið við 13-15 mánaða aldur, þá bera þær flestar í lok ágúst og september.
Markmið búsins er að framleiða úrvalsmjólk og ná mikilli mjólk eftir hverja kú. Því er kappkostað að halda kúnum heilbrigðum, ánægðum og fóðra þær vel á góðu fóðri. Við endurræktum túnin oft, þannig að fóðrið sem kýrnar fá er helst ekki af eldri en 5 ára gömlum túnum.
Þegar kemur að kynbótum þá notum við mikið sæði úr óreyndum nautum, enda eiga þau vonandi sem flest að vera betri en reyndu nautin. Svo þarf líka að nota þau til að reynsla fáist á þau. Bestu kýrnar látum við þó sæða með bestu nautum hvers tíma, en þó þannig að naut og kýr passi saman. Sérstaklega er þess gætt að gallar nauts og kýr séu ekki í sömu eiginleikum.
Kusurnar í gamla fjósinu, sem var byggt upp úr 1970, 15 básar. Við breyttum framhliðunum fljótlega eftir að við tókum við búinu, þannig að kýrnar urðu frjálsari á básunum.
Fjósið sem við byggðum 1999.
Hér fyrir neðan má sjá ársafurðir kúnna frá því við byrjuðum að búa, í samanburði við landsmeðaltalið.
Eins og sést aukast afurðirnar jafnt og þétt hjá okkur. Við þökkum það markvissri fóðrun og endurræktun túna, auk betri aðbúnaðar fyrir kýrnar eftir að þær komu í lausagöngufjósið.
Hér fyrir neðan má sjá ársafurðir kúnna frá því við byrjuðum að búa, í samanburði við landsmeðaltalið.
Eins og sést aukast afurðirnar jafnt og þétt hjá okkur. Við þökkum það markvissri fóðrun og endurræktun túna, auk betri aðbúnaðar fyrir kýrnar eftir að þær komu í lausagöngufjósið.
Nokkrar staðreyndir til glöggvunar:
Á Þorláksmessu árið 1999 var flutt með kýrnar yfir í lausagöngufjósið.
Árið 2000 voru keyptar frá þremur bæjum 12 fengnar kvígur sem báru þá um haustið með mjög misjöfnum árangri. Þær voru allar sóttar að minnsta kosti mánuði fyrir ætlaðan burðardag svo þær hefðu tíma til að venjast nýjum aðstæðum. Þegar til kom voru tvær kálflausar og tvær báru með mikla júgurbólgu. Fimm af þessum tólf kvígum voru sæddar aftur. Við sem sagt mælum ekki eindregið með því að kaupa fengnar kvígur. Best er að kaupa kvígurnar nýfæddar til að þær fái frá fyrstu tíð það uppeldi sem bóndinn kýs og venjist bakteríuflóru búsins.
Árið 2007 hættum við að gefa aukalega bygg með heyinu og kjarnfóðrinu. Auk þess sem mikið af kvígunum sem komu nýjar inn ollu okkur vonbrigðum hvað varðar skap, mjaltir og afurðir, enda flestar undan lélegum kúm, en bestu kýrnar eignuðust naut. Einnig fóru fullorðnu afurðaháu kýrnar að týna tölunni.
Árið 2009 erum við hins vegar örlítið bjartsýnni á kýrnar þar sem kvíguárgangurinn frá því í haust er býsna góður, enda margar undan afbragðs kúm.
Eins og sjá má á súluritinu þá átti bjartsýnin árið 2009 við rök að styðjast. Þó er of algengt að bestu kýrnar komi með naut.
2014 og 15 fara afurðirnar að aukast aftur, þá eru að skila sér inn kvígur undan góðum kúm, en árin þar á undan höfðu verið með stórum nautaárgöngum og auðvitað þurftu þær fáu kvígur sem fæddust að vera undan lélegri kúnum.
Á Þorláksmessu árið 1999 var flutt með kýrnar yfir í lausagöngufjósið.
Árið 2000 voru keyptar frá þremur bæjum 12 fengnar kvígur sem báru þá um haustið með mjög misjöfnum árangri. Þær voru allar sóttar að minnsta kosti mánuði fyrir ætlaðan burðardag svo þær hefðu tíma til að venjast nýjum aðstæðum. Þegar til kom voru tvær kálflausar og tvær báru með mikla júgurbólgu. Fimm af þessum tólf kvígum voru sæddar aftur. Við sem sagt mælum ekki eindregið með því að kaupa fengnar kvígur. Best er að kaupa kvígurnar nýfæddar til að þær fái frá fyrstu tíð það uppeldi sem bóndinn kýs og venjist bakteríuflóru búsins.
Árið 2007 hættum við að gefa aukalega bygg með heyinu og kjarnfóðrinu. Auk þess sem mikið af kvígunum sem komu nýjar inn ollu okkur vonbrigðum hvað varðar skap, mjaltir og afurðir, enda flestar undan lélegum kúm, en bestu kýrnar eignuðust naut. Einnig fóru fullorðnu afurðaháu kýrnar að týna tölunni.
Árið 2009 erum við hins vegar örlítið bjartsýnni á kýrnar þar sem kvíguárgangurinn frá því í haust er býsna góður, enda margar undan afbragðs kúm.
Eins og sjá má á súluritinu þá átti bjartsýnin árið 2009 við rök að styðjast. Þó er of algengt að bestu kýrnar komi með naut.
2014 og 15 fara afurðirnar að aukast aftur, þá eru að skila sér inn kvígur undan góðum kúm, en árin þar á undan höfðu verið með stórum nautaárgöngum og auðvitað þurftu þær fáu kvígur sem fæddust að vera undan lélegri kúnum.
Afurðahæstu kýrnar:
1995: Hyrna, 5.464 lítrar. Fædd í apríl 1990. Faðir: Dreki 81010. Móðir: Blákolla, aðkeypt.
1996: Hyrna, 6.601 lítrar. Fædd í apríl 1990. Faðir: Dreki 81010. Móðir: Blákolla, aðkeypt.
1997: Hyrna, 6.751 lítrar. Fædd í apríl 1990. Faðir: Dreki 81010. Móðir: Blákolla, aðkeypt.
1998: Skrauta, 7.817 lítrar. Fædd í okt. 1994. Faðir: Ökli 91017. Móðir: Sóla. MF: Suðri 84023.
1999: Iðunn, 9.395 lítrar. Fædd í ágúst 1992. Faðir: Hylur 89012. Móðir: Hyrna. MF: Dreki 81010.
2000: Iðunn, 8.843 lítrar. Fædd í ágúst 1992. Faðir: Hylur 89012. Móðir: Hyrna. MF: Dreki 81010.
2001: Iðunn, 8.116 lítrar. Fædd í ágúst 1992. Faðir: Hylur 89012. Móðir: Hyrna. MF: Dreki 81010.
2002: Pála, 8.076 lítrar. Fædd í nóv. 1995. Faðir: Tjakkur 92022. Móðir: Jóna, aðkeypt frá Syðsta-Ósi.
2003: Anastasía, 8.456 lítrar. Fædd í jan. 2000. Faðir: Poki 92014. Móðir: Tóta, aðkeypt frá Syðsta-Ósi.
2004: Anastasía, 9.556 lítrar. Fædd í jan. 2000. Faðir: Poki 92014. Móðir: Tóta, aðkeypt frá Syðsta-Ósi.
2005: Pála, 10.736 lítrar. Fædd í nóv. 1995. Faðir: Tjakkur 92022. Móðir: Jóna, aðkeypt frá Syðsta-Ósi.
2006: Pála, 10.348 lítrar. Fædd í nóv. 1995. Faðir: Tjakkur 92022. Móðir. Jóna, aðkeypt frá Syðsta-Ósi.
2007: Iða 8.789 lítrar. Fædd í okt. 2001. Faðir: Tjakkur 92022. Móðir: Iðunn. MF Hylur 89012
2008: Frumraun 9.301 lítrar. Fædd í feb. 2002. Faðir: Tinni 99027. Móðir: Ugla. MF: Erró 89026
2009: Búrkolla, 9.975 lítrar. Fædd í júní 2002. Faðir: heimanaut á Búrfelli.
2010: Reynsla, 9.227 lítrar. Fædd í sept. 2004. Faðir: Bangsi 02015. Móðir: Frumraun. MF: Tinni 99027.
2011: Líf, 9.116 lítrar. Fædd í sept. 2006. Faðir: Grikkur 04004. Móðir: Ófeig. MF: Klaki 94005.
2012: Sólströnd, 8.292 lítrar. Fædd í sept. 2007. Faðir: Glanni 98026. Móðir: Sóldögg. MF: Frískur 94026.
2013: Aska, 7.972 lítrar. Fædd í sept. 2008. Faðir: Ljúfur 05040. Móðir: Öskustó. MF: Eldur 04001
2014: Hringhenda, 9.177 lítrar. Fædd í okt. 2010. Faðir: Ófeigur 02016. Móðir: Anna Lísa. MF: Birtingur 05043.
2015: Rúna, 10.990 lítrar. Fædd í nóv. 2008. Faðir: Koli 06003. Móðir: Dama. MF: Mjölnir 03017.
2016: Gúgú, 10.753 lítrar. Fædd í sept. 2018. Faðir: Þvali 10008. Móðir: Klukka. MF: Rosi 97037.
2017: Pálína, 10.397 lítrar. Fædd í sept. 2013. Faðir: Þvali 10008. Móðir: Pálína. MF: Fontur 98027.
2018: Sólrún, 9.990 lítrar. Fædd í okt. 2014. Faðir: Baldi 06010. Móðir: Rúna. MF: Koli 06003.
2019: Sólrún, 9.822 lítrar. Fædd í okt. 2014. Faðir: Baldi 06010. Móðir: Rúna. MF: Koli 06003.
2020: Sólrún, 10.183 lítrar. Fædd í okt. 2014. Faðir: Baldi 06010. Móðir: Rúna. MF: Koli 06003.
2021: Chillí, 12.151 lítrar. Fædd í okt. 2015. Faðir: Hálfmáni 13022. Móðir: Enna frá Brautarholti. MF: Dropi 10077.
Afurðasemin liggur dálítið í ættum, eins os sjá má:
Iða er undan Iðunni, sem var undan Hyrnu.
Reynsla er undan Frumraun.
Pála er langamma Rúnu og Pálínu og langalangamma Sólrúnar. Einnig eru margar þeirra undan nautum sem voru öflug í sínum árgangi, þó ekki allar.
Nokkur naut hafa farið frá okkur á Nautastöð BÍ. Sum þeirra hafa ekki komist í gegnum síuna þar. T.d. varð að lóga Forseta, sem fæddur var 2010, þar sem sæðið úr honum þoldi ekki frystingu.
Tvö naut hafa komið úr prófun og fengið að fara áfram í notkun sem reynt naut, en það er langt því frá sjálfgefið. Annar þeirra var Herkúles 05031, undan Sóldögg og Stíg 97010, hinn var Sólon 10069, móðir hans var Sólströnd systir Herkúlesar og faðir Sólons var Ás 02048.
Árið 2013 fór Bessi undan Sírenu og Kambi á stöðina, en það varð að lóga honum þar sem hann varð hyrntur.
Árið 2014 fóru tvö naut: Armani undan Ljúf og Hjarða 06029; Haki undan Sírenu og Húna 07041. Þeir komust hvorugur í notkun.
Árið 2015 fór eitt naut: Dreki undan Systu og Sandi 07014, hann fór í dreifingu.
Árið 2016 fór eitt naut: Manni undan Anastasíu og Bolta 09021, hann var felldur þar sem móðir hans lækkaði í mati.
Árið 2018 fór eitt naut: Kjarkur undan Sólrúnu og Lúðri 10067.
Tvö naut hafa komið úr prófun og fengið að fara áfram í notkun sem reynt naut, en það er langt því frá sjálfgefið. Annar þeirra var Herkúles 05031, undan Sóldögg og Stíg 97010, hinn var Sólon 10069, móðir hans var Sólströnd systir Herkúlesar og faðir Sólons var Ás 02048.
Árið 2013 fór Bessi undan Sírenu og Kambi á stöðina, en það varð að lóga honum þar sem hann varð hyrntur.
Árið 2014 fóru tvö naut: Armani undan Ljúf og Hjarða 06029; Haki undan Sírenu og Húna 07041. Þeir komust hvorugur í notkun.
Árið 2015 fór eitt naut: Dreki undan Systu og Sandi 07014, hann fór í dreifingu.
Árið 2016 fór eitt naut: Manni undan Anastasíu og Bolta 09021, hann var felldur þar sem móðir hans lækkaði í mati.
Árið 2018 fór eitt naut: Kjarkur undan Sólrúnu og Lúðri 10067.