Stuttleg saga hússins
Um aldamótin 1900 fengu Kristín Bjarnadóttir og Björn Jónsson jörðina Bessastaði til ábúðar. Þá áttu þau 9 börn og elsta barnið fætt árið 1890. Árið 1914 kaupa þau jörðina af ríkissjóði Íslands. Árið 1922 kaupir elsti sonurinn Bjarni jörðina af þeim, með þeirri kvöð að þau megi sitja jörðina með honum til dánardags. Árið 1930 selur Bjarni norðari helming jarðarinnar til Einars bróður síns. Einar byggir þriggja hæða íbúðarhús á sama stað og torfbærinn var. Það hús hýsti fjölda manns. Bjarni byggir svo árið 1937 húsið upp á Melnum, sem nú er búið að breyta í gistihús. Hann býr þar ásamt konu sinni Þuríði Þorvaldsdóttur frá Melstað til haustsins 1945, þegar Þuríður deyr, þá flytur hann aftur niðureftir til bróður síns.
Einar giftist Helgu Sigríði Þorsteinsdóttur frá Barði í Miðfirði. Þeir bræður búa því með mægðum, þar sem Helga var dóttir Þuríðar. Þegar Bjarni deyr erfir Helga Syðri Bessastaðir og þar með eru jarðirnar sameinaðar aftur. Húsið sem Bjarni byggði stóð autt frá því að Þuríður deyr, allt til ársins 1984 að Kristín dóttir Helgu og Einars fær það til endurgerðar, en það var nokkuð illa farið. Í kjallaranum var moldargólf og öll einangrun orðin ónýt. Eftir mikla vinnu var húsið orðið hið huggulegasta og bjó Stína, í húsinu ásamt börnum sínum tveimur að staðaldri til ársins 1999, en þá flytur hún suður með þeim þar sem þau fara í framhaldsskóla. Eftir það kom hún í öllum fríum og dvaldi í húsinu.
Eftir að hún lést árið 2011 var húsið lítið notað. Guðný (sonardóttir Helgu og Einars) og Jói festa svo kaup á því árið 2016 og taka til í því og endurgera til þess að hægt sé að leigja það út sem gistihús. Við endurgerðina var kappkostað að halda gamla og góða anda hússins.
Umhverfis húsið er hálfs hektara garður sem Stína nostraði mjög mikið við. Upphaflega hafði Bjarni plantað þar grenitrjám og komið til birki og reyni. Þau tré náðu sér á strik eftir að Stína kom upp skjólbeltum í kringum húsið, þá fengu þau skjól fyrir norðanáttinni sem næðir köld á vetrum.
Kristín og Björn voru langafi og langamma Guðnýjar, sem nú býr á Bessastöðum ásamt Jóhanni manni sínum.
Einar giftist Helgu Sigríði Þorsteinsdóttur frá Barði í Miðfirði. Þeir bræður búa því með mægðum, þar sem Helga var dóttir Þuríðar. Þegar Bjarni deyr erfir Helga Syðri Bessastaðir og þar með eru jarðirnar sameinaðar aftur. Húsið sem Bjarni byggði stóð autt frá því að Þuríður deyr, allt til ársins 1984 að Kristín dóttir Helgu og Einars fær það til endurgerðar, en það var nokkuð illa farið. Í kjallaranum var moldargólf og öll einangrun orðin ónýt. Eftir mikla vinnu var húsið orðið hið huggulegasta og bjó Stína, í húsinu ásamt börnum sínum tveimur að staðaldri til ársins 1999, en þá flytur hún suður með þeim þar sem þau fara í framhaldsskóla. Eftir það kom hún í öllum fríum og dvaldi í húsinu.
Eftir að hún lést árið 2011 var húsið lítið notað. Guðný (sonardóttir Helgu og Einars) og Jói festa svo kaup á því árið 2016 og taka til í því og endurgera til þess að hægt sé að leigja það út sem gistihús. Við endurgerðina var kappkostað að halda gamla og góða anda hússins.
Umhverfis húsið er hálfs hektara garður sem Stína nostraði mjög mikið við. Upphaflega hafði Bjarni plantað þar grenitrjám og komið til birki og reyni. Þau tré náðu sér á strik eftir að Stína kom upp skjólbeltum í kringum húsið, þá fengu þau skjól fyrir norðanáttinni sem næðir köld á vetrum.
Kristín og Björn voru langafi og langamma Guðnýjar, sem nú býr á Bessastöðum ásamt Jóhanni manni sínum.