Árið 2001 gerðum við samning við Norðurlandsskóga um skógrækt á 30 hekturum. Landið sem um ræðir er mói, mýrlendi og holt. Við höfum plantað lerki í holtin og flagmóana. Birki, furu, greni og ösp í móana. Ekki þarf að forvinna landið þar sem lerkinu er plantað, en fyrir hinar tegundirnar höfum við bæði prófað að herfa með jarðvinnsluherfi og eins prófað skógarstjörnu. Við plöntum um 5000 plöntum á ári. Herfingin hefur komið betur út hjá okkur heldur en notkun skógarstjörnunnar. Í upphafi hefðum við þurft að setja fleiri skjólbelti inn um skógræktarsvæðið, en ekki bara á jöðrunum, til að skapa meira skjól. Hér er á veturna oft mikill lágarenningur og sést það vel á greniplöntunum sem ekki eru í skjóli.
Lifun plantnanna: Stafafuran er nokkur ár að koma sér af stað, en sprettur svo vel eftir að hún er búin að koma sér fyrir. Rússalerkið stendur sig vel og er farið að skila okkur lerkisveppum, sem er frábær búbót. Sitkabastarðurinn stendur sig vel þar sem hann hefur skjól fyrir lágarenningnum á vetrum. Alaskaöspin stendur sig vel. Birkið á erfitt uppdráttar hjá okkur, allavega er það mjög lengi að spretta og er kræklótt, nema að það sé í góðu skjóli. Elri er spennandi tegund og kemur vel út. Selja hefur verið prófuð heima við bæ og kelur mikið. Ilmreynir stendur sig vel ef hann er í þokkalegu skjóli, hann á það þó til að brotna undan snjó. |
Einnig gerðum við samning um skjólbeltarækt. Við endurrækt á túnum þá setjum við tvöfalt skjólbelti með hentugum hliðum túnsins. Skjólbeltasvæðið fær sömu jarðvinnslumeðhöndlun og túnið sjálft og mikinn skít. Settur er jarðvegsdúkur til að planta í gegnum. Yfirleitt er settur alaskavíðir í áveðursröðina og hreggstaðavíðir í innri röðina. Við höfum prófað ýmsar fleiri víðitegundir og einnig að vera með blöndun tegunda í hverri röð. Alls ekki er gott að blanda tegundum, nema að það séu tegundir sem eru álíka fljótvaxta í hverri röð, annars kæfir sú fljótvaxta hina. T.d. hefur verið prófað að planta lerki, greni og ösp með víðitegundum. Það kemur illa út fyrir alla nema víðinn. Seinni árin höfum við fengið jörfavíði til að setja í skjólbelti. Hann kemur mjög vel út, er fljótvaxta og sterkur. Hann hefur þann kost umfram alaskavíðinn að hann veltur ekki eins auðveldlega.
Viðja: virkar ekki vel hér, sprettur hægt og kelur mikið.
Hreggstaðavíðir: mjög öflugur hjá okkur, þéttur, brotnar ekki og við höfum lítið orðið vör við óværu í honum.
Alaskavíðir: sprettur hratt, veitir mikið skjól, er veðurþolinn, þarf að klippa mikið fyrstu árin, á það til að brotna undan sjálfum sér, þess vegna klippum við hann mikið niður þegar hann er 6-8 ára gamall.
Jörfavíðir: Sprettur hratt, veitir mikið skjól, greinist ekki mikið, þarf að klippa mikið niður fyrstu árin, leggst ekki á hliðina eins og alaskavíðirinn. Einstöku greinar brotna undan roki þegar hann er fulllaufgaður því laufin er stór.
Strandavíðir: Mjög þéttur og sprettur vel hér, mjög góður í innri raðir.
Brekkuvíðir: Mjög þéttur og sprettur vel hér, mjög góður í innri raðir.
Körfuvíðir: Flottur víðir í aðra röð, þolir örugglega ekki að vera í ystu röð, greinist mikið og laufgast vel með mörgum mjóum blöðum. Þolir vel að vera í bleytu. Höfum ekki fengið mikið af honum til plöntunar en finnst hann flottur, er svipað hár og hreggstaðavíðirinn hjá okkur.
Loðvíðir: Flottur í innstu röð, t.d. með reyni eða ösp, því hann ber þau ekki í kaf. Brekku- og strandavíðirinn virka líka vel þannig, ef þau eru klippt.
Gulvíðir: Þéttur og flottur í innstu röð.
Birki, lerki og greni í skjólbelti með víði er afleitt þar sem þessar tegundur spretta svo hægt.
Ösp og reynir í skjólbelti með lágvaxta víðitegundum kemur mjög vel út, þá þarf að vera harðger víðitegund í áveðursáttinni til að hlífa hinum þannig að beltið verði fallegt.
Viðja: virkar ekki vel hér, sprettur hægt og kelur mikið.
Hreggstaðavíðir: mjög öflugur hjá okkur, þéttur, brotnar ekki og við höfum lítið orðið vör við óværu í honum.
Alaskavíðir: sprettur hratt, veitir mikið skjól, er veðurþolinn, þarf að klippa mikið fyrstu árin, á það til að brotna undan sjálfum sér, þess vegna klippum við hann mikið niður þegar hann er 6-8 ára gamall.
Jörfavíðir: Sprettur hratt, veitir mikið skjól, greinist ekki mikið, þarf að klippa mikið niður fyrstu árin, leggst ekki á hliðina eins og alaskavíðirinn. Einstöku greinar brotna undan roki þegar hann er fulllaufgaður því laufin er stór.
Strandavíðir: Mjög þéttur og sprettur vel hér, mjög góður í innri raðir.
Brekkuvíðir: Mjög þéttur og sprettur vel hér, mjög góður í innri raðir.
Körfuvíðir: Flottur víðir í aðra röð, þolir örugglega ekki að vera í ystu röð, greinist mikið og laufgast vel með mörgum mjóum blöðum. Þolir vel að vera í bleytu. Höfum ekki fengið mikið af honum til plöntunar en finnst hann flottur, er svipað hár og hreggstaðavíðirinn hjá okkur.
Loðvíðir: Flottur í innstu röð, t.d. með reyni eða ösp, því hann ber þau ekki í kaf. Brekku- og strandavíðirinn virka líka vel þannig, ef þau eru klippt.
Gulvíðir: Þéttur og flottur í innstu röð.
Birki, lerki og greni í skjólbelti með víði er afleitt þar sem þessar tegundur spretta svo hægt.
Ösp og reynir í skjólbelti með lágvaxta víðitegundum kemur mjög vel út, þá þarf að vera harðger víðitegund í áveðursáttinni til að hlífa hinum þannig að beltið verði fallegt.
Ýmis hlunnindi fylgja skógræktinn, t.d. fjölbreyttara fuglalíf, skjól fyrir vindi og svo er mikið fallegra yfir landið að líta.
Kusurnar og hestarnir njóta góðs af skjólbeltunum, þar sem þau bera nafn með rentu.
Skjólbeltin safna miklum snjó að sér. Við höfum ekki lent í miklu kali undan svona sköflum. Stundum kemur smá rönd ef langur þýðukafli kemur yfir veturinn þannig að svell myndist á jaðri skaflanna. Við höfum leyst það með þvi að keyra með sáðvélina eftir röndinni um leið og við höfum sáð grasfræi í nýræktirnar.
Oft myndast frábært reiðfæri á sköflunum við skjólbeltin.
Árið 2002 og 2004 setti Skógrækt ríkisins niður aspartilraunir hér. Þær koma vel út. Hægt er að sjá niðurstöður á heimasíðunni skogur.is.
Kynbætur á ösp, fagráðstefna 2012.
Kynbætur á ösp, fagráðstefna 2012.