• Heim
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Þjálfunarhross
  • Folöld
  • Ræktunarhryssur
  • Hafa samband

Gistihúsið á Bessastöðum
Hvað er hægt að gera í nágrenninu?

Picture
Stekkur, klettaborg sem nær í sjó fram, rúmlega kílómeter frá gistihúsinu. Gestum er velkomið að taka gönguferð þangað
Picture
Bergárfoss, í Víðidal. Þangað er um 30 km akstur og smá labb.
Gestum gistihússins er velkomið að fara í gönguferðir um landareignina okkar, sem er um 1200 ha, svo framarlega sem ekki er gengið á túnunum eða sett stiggð að dýrunum okkar. Mjög gaman er t.d. að fara í fjöruferð. Eins ef gestir koma með kajak eða veiðistöng með sér þá er velkomið að dífa þeim græjum í sjóinn.

Ýmsar heimasíður eru til sem gera gestum kleift að skipuleggja ferðalag sitt og sjá hvað hægt er að gera í nágrenninu:
visithunathing.is
selasetur.is
​northwest.is
westfjords.is
west.is 

Einnig er til app fyrir svæðið. Með því að leita eftir: "Hunathing guide" í appbúðinni þá getið þið fundið það.
Picture
Hrafnshreiður í Álfaklifinu okkar. Mjög stutt frá gistihúsinu
Picture
Kolugil, í Víðidal. 30 km akstur er þangað.
Gistihúsið er í nýlega endurgerðu húsi sem byggt var árið 1937. Hér er mjög friðsælt og auðvelt að hlaða batteríin. Garðurinn við húsið er stór og mikið fuglalíf þar sem og á landareigninni allri. Húsið er nálægt sjónum, þó þarf að labba dálitlar brekkur til að komast að honum. Að stoppa við í fjörunni og hlusta á náttúruna jafnast á við margra tíma hugleiðslu. Mikið er um æðarfugl og aðra sjófugla og ef maður er heppinn hittir maður sel í fjörunni og jafnvel tófu og þeir heppnustu geta séð hval úti á firðinum

Verið velkomin að kíkja til okkar og bóka gistingu í dag eða meira. Margir sem bóka hjá okkur skrifa í gestabókina að þeir vildu óska að þeir hefðu bókað fleiri en eina nótt. Hér á heimasíðunni okkar getið séð meiri upplýsingar um gistihúsið, eins getið þið fræðst um hrossaræktina okkar og kúabúskapinn.
Þið getið sent okkur tölvupóst til að bóka gistingu í bessast@simnet.is. Þó væri best að þið væruð búin að skoða t.d. airbnb bókunarsíðun til að sjá hvaða dagsetningar eru lausar. Hér er sú síða: Booking the house. Með því að bóka beint í gegnum tölvupóst þá losnið þið við 15% bókunargjald, eins losnið þið við verðbreytingar vegna gengisþróunar.
Verð fyrir tvo í einn sólarhring er kr. 15.000, svo bætast við 3.000 kr. fyrir hvern gest allt að 6 gestum, en við leyfum helst ekki fleiri en 6 gesti í húsinu.
Gestum er velkomið að hafa með sér hund, ef hann er vel húsvanur og hafður í bandi úti. Hundar eru algerlega á ábyrgð gestanna sem koma með þá.​ Hér eru bæði hross, kýr og kálfar auk heimilishundsins þannig að ókunnir hundar sem ekki þekkja til geta gert usla.
 

Proudly powered by Weebly