Gistihúsið á Bessastöðum
Hvað er hægt að gera í nágrenninu?
Gestum gistihússins er velkomið að fara í gönguferðir um landareignina okkar, sem er um 1200 ha, svo framarlega sem ekki er gengið á túnunum eða sett stiggð að dýrunum okkar. Mjög gaman er t.d. að fara í fjöruferð. Eins ef gestir koma með kajak eða veiðistöng með sér þá er velkomið að dífa þeim græjum í sjóinn.
Ýmsar heimasíður eru til sem gera gestum kleift að skipuleggja ferðalag sitt og sjá hvað hægt er að gera í nágrenninu:
visithunathing.is
selasetur.is
northwest.is
westfjords.is
west.is
Einnig er til app fyrir svæðið. Með því að leita eftir: "Hunathing guide" í appbúðinni þá getið þið fundið það.
Ýmsar heimasíður eru til sem gera gestum kleift að skipuleggja ferðalag sitt og sjá hvað hægt er að gera í nágrenninu:
visithunathing.is
selasetur.is
northwest.is
westfjords.is
west.is
Einnig er til app fyrir svæðið. Með því að leita eftir: "Hunathing guide" í appbúðinni þá getið þið fundið það.
Gistihúsið er í nýlega endurgerðu húsi sem byggt var árið 1937. Hér er mjög friðsælt og auðvelt að hlaða batteríin. Garðurinn við húsið er stór og mikið fuglalíf þar sem og á landareigninni allri. Húsið er nálægt sjónum, þó þarf að labba dálitlar brekkur til að komast að honum. Að stoppa við í fjörunni og hlusta á náttúruna jafnast á við margra tíma hugleiðslu. Mikið er um æðarfugl og aðra sjófugla og ef maður er heppinn hittir maður sel í fjörunni og jafnvel tófu og þeir heppnustu geta séð hval úti á firðinum
Verið velkomin að kíkja til okkar og bóka gistingu í dag eða meira. Margir sem bóka hjá okkur skrifa í gestabókina að þeir vildu óska að þeir hefðu bókað fleiri en eina nótt. Hér á heimasíðunni okkar getið séð meiri upplýsingar um gistihúsið, eins getið þið fræðst um hrossaræktina okkar og kúabúskapinn.
Þið getið sent okkur tölvupóst til að bóka gistingu í [email protected]. Þó væri best að þið væruð búin að skoða t.d. airbnb bókunarsíðun til að sjá hvaða dagsetningar eru lausar. Hér er sú síða: Booking the house. Með því að bóka beint í gegnum tölvupóst þá losnið þið við 15% bókunargjald, eins losnið þið við verðbreytingar vegna gengisþróunar.
Verð fyrir tvo í einn sólarhring er kr. 15.000, svo bætast við 3.000 kr. fyrir hvern gest allt að 6 gestum, en við leyfum helst ekki fleiri en 6 gesti í húsinu.
Gestum er velkomið að hafa með sér hund, ef hann er vel húsvanur og hafður í bandi úti. Hundar eru algerlega á ábyrgð gestanna sem koma með þá. Hér eru bæði hross, kýr og kálfar auk heimilishundsins þannig að ókunnir hundar sem ekki þekkja til geta gert usla.
Verið velkomin að kíkja til okkar og bóka gistingu í dag eða meira. Margir sem bóka hjá okkur skrifa í gestabókina að þeir vildu óska að þeir hefðu bókað fleiri en eina nótt. Hér á heimasíðunni okkar getið séð meiri upplýsingar um gistihúsið, eins getið þið fræðst um hrossaræktina okkar og kúabúskapinn.
Þið getið sent okkur tölvupóst til að bóka gistingu í [email protected]. Þó væri best að þið væruð búin að skoða t.d. airbnb bókunarsíðun til að sjá hvaða dagsetningar eru lausar. Hér er sú síða: Booking the house. Með því að bóka beint í gegnum tölvupóst þá losnið þið við 15% bókunargjald, eins losnið þið við verðbreytingar vegna gengisþróunar.
Verð fyrir tvo í einn sólarhring er kr. 15.000, svo bætast við 3.000 kr. fyrir hvern gest allt að 6 gestum, en við leyfum helst ekki fleiri en 6 gesti í húsinu.
Gestum er velkomið að hafa með sér hund, ef hann er vel húsvanur og hafður í bandi úti. Hundar eru algerlega á ábyrgð gestanna sem koma með þá. Hér eru bæði hross, kýr og kálfar auk heimilishundsins þannig að ókunnir hundar sem ekki þekkja til geta gert usla.