• Heim
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Þjálfunarhross
  • Folöld
  • Ræktunarhryssur
  • Hafa samband
Picture
Bessastaðir eru við Hrútafjörð í Húnaþingi vestra. Þar er rekið kúabú, stunduð hrossarækt og skógrækt.

Ábúendasaga:

Búið er nú rekið af fjórða ættlið frá hjónunum Birni Jónssyni og Kristínu Bjarnadóttur. Þau fluttu frá Fosskoti í Núpsdal að Bessastöðum árið 1900. Þau keyptu jörðina af ríkissjóði Íslands árið 1914 og árið 1922 keypti elsti sonur þeirra, Bjarni jörðina af þeim, með þeim kvöðum að þau mættu sitja hana með honum til dánardags. Árið 1930 kaupir Einar Friðgeir Björnsson norður hluta jarðarinnar af bróður sínum. Nokkrum árum seinna giftist hann Helgu Sigríði Þorsteinsdóttur frá Barði í Miðfirði. Eignuðust þau 6 börn. Elsti sonur þeirra Björn hóf búskap á jörðinni ásamt konu sinni Ólöfu Pálsdóttur frá Bjargi í Miðfirði árið 1969. Eignuðust þau 4 börn og tók elsta dóttir þeirra Guðný Helga við rekstri búsins árið 1995 ásamt manni sínum Jóhanni Birgi Magnússyni frá Kúskerpi í Skagafirði.

Guðný og Jóhann eiga þrjú börn. Helgu Rún (1996), Möru Birnu (1998) og Fríðu Rós (2003).


 




Picture

Kusurnar 

Við erum með 33 kúa fjós með mjaltabás. Hér á bakvið má sjá nánari upplýsingar.

Here behind are informations about our cows.

Jarðræktin

Picture
Við tökum 4 - 7 hektara til endurræktunar á hverju ári. Hér á bakvið má sjá nánari upplýsingar.

Skógræktin

Picture
Árið 2001 gerðum við samning við Norðurlandsskóga um skógrækt og skjólbeltarækt.
Hér bakvið má sjá nánari upplýsingar.

Here behind are informations about our trees.
Proudly powered by Weebly