Eftir langan og leiðinlegan vetur kemur vor og sumar. Við gleðjumst yfir því, þó svo að við getum auðvitað búist við allskonar leiðinda veðri, þá vonum við að það komi góðir dagar inn á milli, sprettutíð verði góð og allt í blóma.
Þó veturinn hafi verið leiðinlegur að mörgu leiti er óþarfi að gleyma honum alveg. Þess vegna ætla ég að setja nokkrar myndir hér inn.
Þann 10. desember var versta veðurspá sem við höfum séð og hún gekk því miður eftir. Við tókum inn fullt af heyi og færðum bílana til þannig að þeir væru á nokkuð öruggum stað. Svo skall veðrið á eftir hádegi á þriðjudeginum 10. Hjónakornin á bænum komu sér fyrir í Upphæðum og ætluðu að vera þar fram yfir storminn svo ekki þyrfti að berjast úti í vonda veðrinu til að komast í og úr útihúsunum. En um þrjú leitið fór rafmagnið. Við vonuðumst til að það myndi ekki standa lengi yfir, en bjuggumst alveg við að það kæmist ekki á fyrr en undir morgunn þegar veðrinu myndi slota. En rafmagnsleysið stóð í 51 klukkustund. Kom ekki fyrr en rétt fyrir 6 á fimmtudagskvöldið. Kýrnar voru því ekkert mjólkaðar í tvo og hálfan sólarhring. Þær voru ekki mjög ánægðar með það, en komust lang flestar á mjög gott ról aftur. Tvær fengu júgurbólgu og önnur þeirra náði sér ekki af henni, þrjár lítt mjólkurlagnar kýr voru bara mjög sáttar með að vera ekki mjólkaðar og voru lengi að ákveða hvort þær ættu að skila okkur einhverri mjólk að viti eða ekki. Þær ákváðu að fara milliveginn. Hér er pistill sem ég setti á fésbókina á miðvikudagskvöldið, þegar við vorum búin að vera rafmagnslaus í rúman sólarhring:
Bessastaðir Guðný Og Jói11. desember 2019 ·
Straumrof. Eitt af nýju fínu orðunum sem við erum alltaf að læra. Við köllum þetta bara rafmagnsleysi.
Hér hefur verið rafmagnslaust frá því um 3 í gær og meira og minna heitavatnslaust líka, það var eitthvað rennsli á heita vatninu í dag en það er nú hætt aftur.
Kýrnar fá bara vatn og hey, ekkert kjarnfóður og ekkert mjólkað því við erum ekki búin að koma okkur upp varaafli eftir að við fengum þriggja fasa rafmagn. Vorum með varaafl áður sem við þurftum aldrei að nota svo það hefur farist fyrir að ráða bót á því. Við þrífum básana ekstra vel og ekstra mikið af sagi í básana. Þær voru bara ekkert pirraðar við mig áðan. Sögðu bara að við yrðum að sætta okkur við að þær færu ekki í fulla nyt aftur eftir svona meðferð.
Mjólkurkálfarnir hafa fengið ýmist volga eða kalda mjólk, allt eftir dintum hitaveitunnar. Búin að hella niður hátt í 1000 lítrum sem voru í mjólkurtanknum. Það má ekki selja mjólk sem lendir í kælirofi (eitt af þessum fínu orðum). Nú er tankurinn tilbúinn í þrif um leið og rafmagnið kemur.
Hestarnir hafa það ágætt, fá sitt hey og fá að velta sér í hofinu á meðan við þrífum stíurnar þeirra. Útigangurinn hefur sitt skjól. Jói ætlaði reyndar að fara að gefa þeim áðan en við slitum vírana í hurðinni á hlöðunni þegar við reyndum að opna hana svo traktorinn er fastur inni. Fáum varahluti í hana í fyrramálið, Þröstur Throstur Óskarsson ætlar að redda því eins og mörgu. Það er nóg hey inni þangað til á morgunn ( já maður reynir að undirbúa sig fyrir vond veður).
Veðrið var kolvitlaust seinnipartinn í gær og gærkvöld. Við fórum uppeftir í gærmorgun áður en fór að hvessa og bjuggumst við að vera þar yfir nóttina. Magnús var heima og hringdi um kvöldið út af því að bílskúrshurðin fauk upp. Hann gat ekki lokað henni nógu vel einn. Við fórum því heim um 10 leitið, þurftum að halda okkur í girðinguna til að við fykjum ekki út í veður og vind. Þegar girðingunni sleppir þá þarf að fara yfir hlaðið, þar hálf skriðum við og allt í einu komum við á vegg sem var ekki húsveggur. Það var kominn risa skafl á hlaðið, alveg splunku nýr staður fyrir svona skafl. Við skriðum yfir hann og svo upp tröppurnar. Okkur tókst með herkjum að loka bílskúrnum, en það sem storminum tókst á meðan hann fékk að leika lausum hala í kjallaranum er ótrúlegt. Hurðin inn í Svarta gang opnaðist í látunum og þar með stóð strókurinn þar inn og hann blés undir stigann á milli hæðanna og færði hann 10 cm til suðurs. Þessi gamli notalegi stigi sem er búinn að þjóna 5 kynslóðum af Bessastaðafólki varð að láta undan Káranum. En hann er fær. Þurfum bara að ganga hann varlega. Það verður spennandi að reyna að koma honum á sinn stað aftur.
Fordinn stendur sig með prýði. Hann er notaður til að hlaða símana og er eina farartækið á bænum sem ekki er lokað inni eða týnt í skafli. Já týnt í skafli. Þið lásuð rétt. Ég færði SantaFeinn og nýja fína Outlanderinn minn ofar á hlaðið fyrir ofan bæinn svo þeir myndu ekki fjúka því það stóð svo uppa þá. Núna eru þeir undir þessum þriggja metra háa skafli sem kominn er á hlaðið, það verður heldur fjör að finna þá og moka upp.
Annars er allt bara í hinum mestu rólegheitum hér. Fengum harðfisk og jólabjór í kvöldmatinn og ís og jarðarber í eftirrétt. Það þarf sko að klára ísinn úr kistunni áður en hann bráðnar alveg.
Við hugsum mjög hlýlega til hetjanna sem eru að keppast við að koma rafmagninu á
Það var mjög skrítið að vera rafmagnslaus svona lengi. Maður gerði það sem hægt var án rafmagns og einhvern veginn slokknaði á öllum áhyggjustöðvum í líkamanum, maður varð bara að redda hlutunum. En svo þegar allt var komið á góðan flöt eftir að rafmagnið kom og búið var að laga allt sem aflaga fór, finna bílana og grafa þá upp, þá sleppti heilinn takinu á tilfinningunum og leyfði þeim að flæða út, svona til að hreinsa líkamann fyrir jólin. Eða eitthvað.
Þó veturinn hafi verið leiðinlegur að mörgu leiti er óþarfi að gleyma honum alveg. Þess vegna ætla ég að setja nokkrar myndir hér inn.
Þann 10. desember var versta veðurspá sem við höfum séð og hún gekk því miður eftir. Við tókum inn fullt af heyi og færðum bílana til þannig að þeir væru á nokkuð öruggum stað. Svo skall veðrið á eftir hádegi á þriðjudeginum 10. Hjónakornin á bænum komu sér fyrir í Upphæðum og ætluðu að vera þar fram yfir storminn svo ekki þyrfti að berjast úti í vonda veðrinu til að komast í og úr útihúsunum. En um þrjú leitið fór rafmagnið. Við vonuðumst til að það myndi ekki standa lengi yfir, en bjuggumst alveg við að það kæmist ekki á fyrr en undir morgunn þegar veðrinu myndi slota. En rafmagnsleysið stóð í 51 klukkustund. Kom ekki fyrr en rétt fyrir 6 á fimmtudagskvöldið. Kýrnar voru því ekkert mjólkaðar í tvo og hálfan sólarhring. Þær voru ekki mjög ánægðar með það, en komust lang flestar á mjög gott ról aftur. Tvær fengu júgurbólgu og önnur þeirra náði sér ekki af henni, þrjár lítt mjólkurlagnar kýr voru bara mjög sáttar með að vera ekki mjólkaðar og voru lengi að ákveða hvort þær ættu að skila okkur einhverri mjólk að viti eða ekki. Þær ákváðu að fara milliveginn. Hér er pistill sem ég setti á fésbókina á miðvikudagskvöldið, þegar við vorum búin að vera rafmagnslaus í rúman sólarhring:
Bessastaðir Guðný Og Jói11. desember 2019 ·
Straumrof. Eitt af nýju fínu orðunum sem við erum alltaf að læra. Við köllum þetta bara rafmagnsleysi.
Hér hefur verið rafmagnslaust frá því um 3 í gær og meira og minna heitavatnslaust líka, það var eitthvað rennsli á heita vatninu í dag en það er nú hætt aftur.
Kýrnar fá bara vatn og hey, ekkert kjarnfóður og ekkert mjólkað því við erum ekki búin að koma okkur upp varaafli eftir að við fengum þriggja fasa rafmagn. Vorum með varaafl áður sem við þurftum aldrei að nota svo það hefur farist fyrir að ráða bót á því. Við þrífum básana ekstra vel og ekstra mikið af sagi í básana. Þær voru bara ekkert pirraðar við mig áðan. Sögðu bara að við yrðum að sætta okkur við að þær færu ekki í fulla nyt aftur eftir svona meðferð.
Mjólkurkálfarnir hafa fengið ýmist volga eða kalda mjólk, allt eftir dintum hitaveitunnar. Búin að hella niður hátt í 1000 lítrum sem voru í mjólkurtanknum. Það má ekki selja mjólk sem lendir í kælirofi (eitt af þessum fínu orðum). Nú er tankurinn tilbúinn í þrif um leið og rafmagnið kemur.
Hestarnir hafa það ágætt, fá sitt hey og fá að velta sér í hofinu á meðan við þrífum stíurnar þeirra. Útigangurinn hefur sitt skjól. Jói ætlaði reyndar að fara að gefa þeim áðan en við slitum vírana í hurðinni á hlöðunni þegar við reyndum að opna hana svo traktorinn er fastur inni. Fáum varahluti í hana í fyrramálið, Þröstur Throstur Óskarsson ætlar að redda því eins og mörgu. Það er nóg hey inni þangað til á morgunn ( já maður reynir að undirbúa sig fyrir vond veður).
Veðrið var kolvitlaust seinnipartinn í gær og gærkvöld. Við fórum uppeftir í gærmorgun áður en fór að hvessa og bjuggumst við að vera þar yfir nóttina. Magnús var heima og hringdi um kvöldið út af því að bílskúrshurðin fauk upp. Hann gat ekki lokað henni nógu vel einn. Við fórum því heim um 10 leitið, þurftum að halda okkur í girðinguna til að við fykjum ekki út í veður og vind. Þegar girðingunni sleppir þá þarf að fara yfir hlaðið, þar hálf skriðum við og allt í einu komum við á vegg sem var ekki húsveggur. Það var kominn risa skafl á hlaðið, alveg splunku nýr staður fyrir svona skafl. Við skriðum yfir hann og svo upp tröppurnar. Okkur tókst með herkjum að loka bílskúrnum, en það sem storminum tókst á meðan hann fékk að leika lausum hala í kjallaranum er ótrúlegt. Hurðin inn í Svarta gang opnaðist í látunum og þar með stóð strókurinn þar inn og hann blés undir stigann á milli hæðanna og færði hann 10 cm til suðurs. Þessi gamli notalegi stigi sem er búinn að þjóna 5 kynslóðum af Bessastaðafólki varð að láta undan Káranum. En hann er fær. Þurfum bara að ganga hann varlega. Það verður spennandi að reyna að koma honum á sinn stað aftur.
Fordinn stendur sig með prýði. Hann er notaður til að hlaða símana og er eina farartækið á bænum sem ekki er lokað inni eða týnt í skafli. Já týnt í skafli. Þið lásuð rétt. Ég færði SantaFeinn og nýja fína Outlanderinn minn ofar á hlaðið fyrir ofan bæinn svo þeir myndu ekki fjúka því það stóð svo uppa þá. Núna eru þeir undir þessum þriggja metra háa skafli sem kominn er á hlaðið, það verður heldur fjör að finna þá og moka upp.
Annars er allt bara í hinum mestu rólegheitum hér. Fengum harðfisk og jólabjór í kvöldmatinn og ís og jarðarber í eftirrétt. Það þarf sko að klára ísinn úr kistunni áður en hann bráðnar alveg.
Við hugsum mjög hlýlega til hetjanna sem eru að keppast við að koma rafmagninu á
Það var mjög skrítið að vera rafmagnslaus svona lengi. Maður gerði það sem hægt var án rafmagns og einhvern veginn slokknaði á öllum áhyggjustöðvum í líkamanum, maður varð bara að redda hlutunum. En svo þegar allt var komið á góðan flöt eftir að rafmagnið kom og búið var að laga allt sem aflaga fór, finna bílana og grafa þá upp, þá sleppti heilinn takinu á tilfinningunum og leyfði þeim að flæða út, svona til að hreinsa líkamann fyrir jólin. Eða eitthvað.

Jói var tilnefndur sem íþróttamaður ársins hjá USVH. Viðurkenningarnar voru veittar 28. desember í Íþróttahúsinu á Hvammstanga.
Frétt af vef USVH, usvh.is:
"Dagbjört Dögg Karlsdóttir var í dag kjörin Íþróttamaður USVH árið 2019 á Staðarskálamótinu í körfubolta sem haldið var í dag í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga.
Dagbjört Dögg spilar körfubolta með úrvalsdeildarliði Vals og var valin besti varnarmaður Vals á tímabilinu. Á þessu ári varð Dagbjört Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari. Dagbjört er í 6.sæti yfir stigahæstu Íslendingana í úrvalsdeild kvenna og skilar að meðaltali 11,22 stigum í leik. Hún hefur nokkrum sinnum verið valin í lið umferðarinnar í Dominosdeildinni. Dagbjört var fyrirliði U20 landsliðs kvenna og var hún framlags- og stigahæst í liðinu á Evrópumótinu í Kósovó og var valin í lokahóp A landsliðsins kvenna núna í haust.
Í öðru sæti varð Jóhann B. Magnússon knapi úr Hestamannafélaginu Þyt. Jóhann varð í 1.sæti í 100m skeiði á Reykjavíkurmeistaramótinu og 3.sæti í 100m skeiði á Íslandsmótinu. Hann varð alls 8 sinnum í 1.sæti í skeiði og var 34 sinnum í verðlaunasæti á árinu. Jóhann er í 2 sæti á WR heimslistanum í 100 m skeiði með meðaltalstímann 7,39 og var tilnefndur sem skeiðknapi ársins af Landsambandi hestamannafélaga sem og knapi ársins hjá Hestamannafélaginu Þyt.
Í þriðja sæti varð Helga Una Björnsdóttir knapi úr Hestamannafélaginu Þyt. Helga er íslandsmeistari í T2 slaktaumatölti og varð Reykjavíkurmeistari í sömu grein. Helga var valin í landsliðhóp Íslands sem tók þátt á heimsmeistaramótinu í Berlín.
Stjórn USVH óskar Dagbjörtu, Jóhanni og Helgu til hamingju með árangurinn sem og öðrum þeim sem tilnefndir voru."
Frétt af vef USVH, usvh.is:
"Dagbjört Dögg Karlsdóttir var í dag kjörin Íþróttamaður USVH árið 2019 á Staðarskálamótinu í körfubolta sem haldið var í dag í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga.
Dagbjört Dögg spilar körfubolta með úrvalsdeildarliði Vals og var valin besti varnarmaður Vals á tímabilinu. Á þessu ári varð Dagbjört Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari. Dagbjört er í 6.sæti yfir stigahæstu Íslendingana í úrvalsdeild kvenna og skilar að meðaltali 11,22 stigum í leik. Hún hefur nokkrum sinnum verið valin í lið umferðarinnar í Dominosdeildinni. Dagbjört var fyrirliði U20 landsliðs kvenna og var hún framlags- og stigahæst í liðinu á Evrópumótinu í Kósovó og var valin í lokahóp A landsliðsins kvenna núna í haust.
Í öðru sæti varð Jóhann B. Magnússon knapi úr Hestamannafélaginu Þyt. Jóhann varð í 1.sæti í 100m skeiði á Reykjavíkurmeistaramótinu og 3.sæti í 100m skeiði á Íslandsmótinu. Hann varð alls 8 sinnum í 1.sæti í skeiði og var 34 sinnum í verðlaunasæti á árinu. Jóhann er í 2 sæti á WR heimslistanum í 100 m skeiði með meðaltalstímann 7,39 og var tilnefndur sem skeiðknapi ársins af Landsambandi hestamannafélaga sem og knapi ársins hjá Hestamannafélaginu Þyt.
Í þriðja sæti varð Helga Una Björnsdóttir knapi úr Hestamannafélaginu Þyt. Helga er íslandsmeistari í T2 slaktaumatölti og varð Reykjavíkurmeistari í sömu grein. Helga var valin í landsliðhóp Íslands sem tók þátt á heimsmeistaramótinu í Berlín.
Stjórn USVH óskar Dagbjörtu, Jóhanni og Helgu til hamingju með árangurinn sem og öðrum þeim sem tilnefndir voru."

Svo héldu áfram vond og þokkaleg veður til skiptis og af og til gott veður. Við erum svo sem vön vondu veðri, en ekki svona endalaust hífandi roki, það er frekar þreytandi til lengdar. Jói var að keppa í bæði Meistaradeildinni fyrir norðan og sunnan. Sumum mótunum þurfti að fresta vegna veðurs en allt gekk þetta einhvern veginn. Tamninga og þjálfunarhrossunum var mikið kennt bóklega (þegar þau eru bara þjálfuð í hofinu) út af veðrinu, því þegar ekki var rok var vegurinn svo frosinn og klammaður að reiðfærið var vont.
Þegar veðrið var gott var gripið til og myndað smá.
Svo skall á kórónaveiran Covid 19. Það breytti svo sem litlu í sveitinni, nema að engir gestir komu í gistihúsið. Þó svo að samkomubann væri, þá hélt lífið sinn vana gang í sveitinni, nema að Fríða og Helga komu heim úr skólunum sínum og stunduðu nám hér heiman frá. Tæknin maður tæknin, hver sagði að internetið væri bóla? Magnús hætti líka að fara í vinnuna, þar sem North West veitingastaðnum þar sem hann er að vinna var lokað tímabundið. Það bættust því bara við nokkrar hendur til að hjálpa til við búskapinn.
Jú, það var líka sett stopp á öll mót í Meistaradeildunum svo nú þegar samkomubannið verður rýmkað á að klára þau, eitt fyrir sunnan og tvö fyrir norðan. Þegar þau mót verða búin gerum við smá úttekt á þeim hér á síðunni.
Jú, það var líka sett stopp á öll mót í Meistaradeildunum svo nú þegar samkomubannið verður rýmkað á að klára þau, eitt fyrir sunnan og tvö fyrir norðan. Þegar þau mót verða búin gerum við smá úttekt á þeim hér á síðunni.