• Heim
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Þjálfunarhross
  • Folöld
  • Ræktunarhryssur
  • Hafa samband

Gæðingamót Þyts

20/8/2015

0 Comments

 
Um síðustu helgi var gæðingamót Þyts haldið í Kirkjuhvamminum. Jói fór þangað með tvær hryssur og gekk mjög vel. 

Last weekend was Gæðingamót competition in our ridingclub. Jói took two of ours mares to that comeptition and it went very well.
Picture
Picture
Í A-flokk fór hann með 7 vetra hryssuna okkar Sjöund frá Bessastöðum, sem er undan Frostrós frá Þóreyjarnúpi og Krafti frá Efri-Þverá. Gaman hvað hún er að sækja sig mikið, en þetta er fyrsta árið hennar í keppni og alltaf gengið vel. Á þessu móti var hún hársbreidd frá því að sigra.

Jói took our 7 year old Sjöund frá Bessastöðum to A-flokkur. She is daughter of Frostrós frá Þóreyjarnúpi and Kraftur frá Efri-Þverá. Here beneath are the scores of them, the later points are from the finals.

A-flokkur úrslit:
1. Ísólfur Líndal Þórisson og Muninn frá Auðsholtshjáleigu, 8,30/8,44
2. Jóhann Magnússon og Sjönd frá Bessastöðum, 8,27/8,40
3. Anna Funni Jonason og Gosi frá Staðartungu, 8,19/8,30
4. Eline Schriver og Laufi frá Syðra-Skörðugili, 7,84/7,96
5. Jónína Lilja Pálmadóttir og Orka frá Syðri-Völlum, 8,10/7,33
Picture
Picture
Í B-flokk frá Jói með 7 vetra hryssuna okkar Mynd frá Bessastöðum, sem er undan Vilmu frá Akureyri og Andvara frá Ey. Hún er líka að sækja sig mikið þetta árið, en undanfarin ár hefur Helga Rún verið að keppa á henni. En núna er Helga í bakara- og píanónámi þannig að hún hefur ekki líka tíma til að þjálfa hross og keppa. Mynd var eins og Sjöund í harðri toppbaráttu á mótinu og endaði hársbreidd frá því að sigra, líkt og Brúney og Logi sem urðu jöfn þeim í 2.-3. sæti. 

Jói took our 7 years old Mynd frá Bessastöðum to B-flokkur. She is daughter of Vilma frá Akureyri and Andvari frá Ey. Here beneath are the scores of them, the later points are from the finals.

B-flokkur úrslit:
1. Ísólfur Líndal Þórisson og Flans frá Víðivöllum fremri, 8,35/8,57
2-3. Elvar Logi Friðriksson og Brúney frá Grafarkoti, 8,40/8,51
2-3. Jóhann Magnússon og Mynd frá Bessastöðum, 8,33/8,51
4. Þorgeir Jóhannesson og Stígur frá Reykjum 1, 8,16/8,25
5. Jónína Lilja Pálmadóttir og Svipur frá Syðri-Völlum, 8,14/8,24
0 Comments

2 hryssur í flottan kynbótadóm

7/8/2015

0 Comments

 
Picture
Picture
Í lok júlí fórum við með Hugsun og Mynd frá Bessastöðum í kynbótadóm á Dalvík. Það var mjög skemmtileg ferð og toppaði mjög góðan árangur í hrossaræktinni á árinu. Fyrr í vor fórum við með 4 hross í góðan dóm eins og þessi frétt greinir frá. Það er ekki amalegt að sýna 4 hryssur frá búinu og allar fari þær í fyrstu verðlaun og allar nema ein með 9 fyrir skeið, sú fjórða fékk í staðinn 9 fyrir tölt, brokk og vilja. Fimmta hrossið sem við sýndum er fjögurra vetra graðhestur frá okkur sem fékk ágætan byggingardóm og nokkuð góðan hæfileikadóm miðað við það hormónasjokk sem hann varð fyrir við að sjá allar skvísurnar í Reykjavík.

Late july we took two of our mares Hugsun and Mynd frá Bessastöðum to breedingtest in Dalvík. It went very well, Mynd got 9 for tölt, trott and temperament and Hugsun got 9 for pase. Here beneath you can see their scores and a video. We are very happy about the breedingshows of our horses this year. We have ritten 5 horses for breedingtest, here is news from the three that we showed in june. Four of them are mares from our breeding and they all got totalscore over 8 and all got some nines. Our four year old stallion got good scores though he were not listening well to the rider in the breedingjudge because he had not been trained to ride in other places than home so he was looking for the beautiful mares around. But his time will surely com later.

Mynd frá Bessastöðum er 7 vetra hryssa undan Vilmu frá Akureyri og Andvara frá Ey. Hún hefur undanfarin ár verið keppnishryssan hennar Helgu Rúnar. Þær kepptu til dæmis í ungmennaflokki á Landsmótinu í fyrra. Þetta árið hefur Jói verið að keppa á henni í fjórgangi og B-flokki og gengið ágætlega. Mjög jákvæð og skemmtileg hryssa. Hér að ofan er myndband af henni í dómnum.
Aðaleinkunn: 8,12 
Sköpulag: 7,94
Höfuð: 7,5
  Löng eyru
Háls/herðar/bógar: 8,
  Háar herðar
Bak og lend: 8,0
  Öflug lend
Samræmi: 8,0 
  Hlutfallarétt 
Fótagerð: 9,0  
 Mikil sinaskil, öflugar sinar, þurrir fætur 
Réttleiki: 7,5 
  Framfætur:  Nágengir 
Hófar: 7,5 
  Þröngir 
Prúðleiki: 6,5
Kostir: 8,24
Tölt: 9,0 
  Taktgott, há fótlyfta, skrefmikið 
Brokk: 9,0 
  Rúmt, öruggt, há fótlyfta 
Skeið: 6,0
Stökk: 8,0 
  Svifmikið 
Vilji og geðslag: 9,0
  Ásækni, vakandi 
Fegurð í reið: 8,5 
  Góður höfuðb., mikill fótaburður 
Fet: 7,5 
  Rösklegt 
Hægt tölt: 8,5   Hægt stökk: 8,5

Hugsun frá Bessastöðum er 6 vetra hryssa undan Hugsýn frá Þóreyjarnúpi og Ágústínusi frá Melaleiti. Þrælgóð hryssa sem við hlökkum til að prófa í keppni.
Aðaleinkunn: 8,21
Sköpulag: 8,06 
Höfuð: 7,5 
  Smá augu 
Háls/herðar/bógar: 8,0 
 Reistur, stuttur 
Bak og lend: 8,5 
  Öflug lend 
Samræmi: 8,0 
Fótagerð: 8,0 
  Þurrir fætur 
Réttleiki: 8,0 
Hófar: 8,5 
  Efnisþykkir, vel formaðir 
Prúðleiki: 7,5 
Kostir: 8,31 
Tölt: 8,0
  Rúmt, taktgott 
Brokk: 8,5 
  Rúmt, öruggt 
Skeið: 9,0 
  Ferðmikið, takthreint, öruggt 
Stökk: 7,5
  Ferðmikið, sviflítið 
Vilji og geðslag: 9,0 
  Ásækni, vakandi 
Fegurð í reið: 8,0 
Fet: 7,5 
  Taktgott, flýtir sér 
Hægt tölt: 7,5   Hægt stökk: 6,5
0 Comments
    Eldri fréttir / Older news
    Myndaalbum/Photoalbum

    Bessastaðafréttir

    Hér verða settar inn helstu fréttir af fólki og fénaði.

    Archives

    November 2020
    May 2020
    November 2019
    October 2019
    April 2019
    October 2018
    June 2018
    May 2018
    October 2017
    June 2017
    January 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    July 2016
    June 2016
    April 2016
    March 2016
    January 2016
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly