• Heim
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Þjálfunarhross
  • Folöld
  • Ræktunarhryssur
  • Hafa samband

Þróun fjósa og mjalta á Bessastöðum frá handmjöltum til Línu mjaltastúlku

21/11/2020

0 Comments

 
Picture
Þegar Guðný var pínu pons var fjósið í torfhúsi norðan við íbúðarhúsið. Innangengt var úr íbúðarhúsinu í fjósið, en þar á milli var Hundapallurinn. Líklega voru 6-7 básar í fjósinu. Austan við fjósið áfast því var braggi. Það var handmjólkað til ca. 1960 þegar fötukerfi kom. Mjólkurkælirinn var í brunni austan við fjósið. Þegar farið var að safna mjólk í mjólkursamlagið á Hvammstanga þurfti að keyra með mjólkurbrúsana yfir að Söndum, þangað sem þeir voru sóttir. Ýmsar svaðilfarir kunna föðurbræður Guðnýjar af þeim ferðum.
Picture
Árið 1972 var nýtt fjós byggt norðan við fjárhúsin. Hér eru Stína og Lóa að rífa gamla fjósið. Nýja fjósið sést norðan við nýju fjárhúsin uppi á melnum.
Picture
Gengur undan konunum, fjósið farið og bragginn að láta sig.
Picture
Hér er horft heim að bænum frá fjárhúsunum. Þarna í forgrunni er líklega heimasætan á bænum. Norðan við íbúðarhúsið og torffjósið er fyrst hænsnakofinn, votheysturn og norðast smiðjan hans afa.
Picture
Lóa, mamma Guðnýjar, í fjósinu sem var byggt við fjárhúsin. Einföld trégrind með skúrþaki og flórinn var fleytiflór út í fjárhúskjallarann. Þarna voru 15 básar. Í þessu fjósi var mjólkað frá 1972 til 1999. Fyrst var fötukerfi en um 1976, þegar Lóa fékk brjósklos var keypt rörmjaltakerfi og létti það mjaltirnar verulega.
Picture
Við Jói mjólkuðum í básafjósinu frá 1995 til 1999. Erum ekki alveg með skrokk í þetta mjaltalag svo það varð að hugsa til framtíðar og endingar búandmanna og kúa.
Picture
Það væsti svo sem ekki um kýrnar, á þess tíma mælikvarða. Þegar við tókum við hækkuðum við herðakambsslánna og settum bóggrindur.
Árið 1999 skelltum við okkur í að byggja nýtt fjós. Það er stálgrindahús með lokuðum flórum, í vesturenda þess er fleytiflór úr fjósinu yfir í fjárhúskjallarann. 33 básar eru í fjósinu og 2*4 Strangko mjaltabás. Gífurleg bylting fyrir menn og kýr.
Síðast liðinn vetur (2019/2020) veltum við ýmsum möguleikum fyrir okkur og eftir ýmsar vangaveltur um hvaða skref við ættum að taka við nýtingu á húsum og jarðnæðinu okkar ákváðum við að fá okkur mjaltaþjón í fjósið. Við vorum með 8 tækja mjaltabás sem er orðinn 20 ára og komin þörf á viðhald þar og við orðin slitin af mjöltunum og því komið að miklu viðhaldi þar líka. Þegar við skoðuðum málið nánar þá var mjög lítið mál að setja inn mjaltaþjón, svo við skelltum okkur í málið.
Hér fyrir neðan eru myndir af ferlinu. 
Það er skemmst frá að segja að Lína mjaltastúlka, sem er Fullwood Merlin mjaltaþjónn frá Landstólpa, er í miklu uppáhaldi bæði hjá mönnum og kúm.

We got us and our cows a milking robot. It is such a great decision.  
Kristín Einarsdóttir "Okkar kona á Ströndum" tók viðtal við Guðnýju um breytingarnar og fjósverkin. Hér má hlusta á það.
http://hveravik.is/sogur-af-strondum/gudny-bjornsdottir-a-bessastodum/
Picture
Það má horfa á þessa mynd til samanburðar við fystu myndina í fréttinni.
0 Comments

Gleðilegt sumar, loksins     /  We celebrate the coming of the summer

1/5/2020

0 Comments

 
Picture
Eftir langan og leiðinlegan vetur kemur vor og sumar. Við gleðjumst yfir því, þó svo að við getum auðvitað búist við allskonar leiðinda veðri, þá vonum við að það komi góðir dagar inn á milli, sprettutíð verði góð og allt í blóma.

Þó veturinn hafi verið leiðinlegur að mörgu leiti er óþarfi að gleyma honum alveg. Þess vegna ætla ég að setja nokkrar myndir hér inn.

Þann 10. desember var versta veðurspá sem við höfum séð og hún gekk því miður eftir. Við tókum inn fullt af heyi og færðum bílana til þannig að þeir væru á nokkuð öruggum stað. Svo skall veðrið á eftir hádegi á þriðjudeginum 10. Hjónakornin á bænum komu sér fyrir í Upphæðum og ætluðu að vera þar fram yfir storminn svo ekki þyrfti að berjast úti í vonda veðrinu til að komast í og úr útihúsunum. En um þrjú leitið fór rafmagnið. Við vonuðumst til að það myndi ekki standa lengi yfir, en bjuggumst alveg við að það kæmist ekki á fyrr en undir morgunn þegar veðrinu myndi slota. En rafmagnsleysið stóð í 51 klukkustund. Kom ekki fyrr en rétt fyrir 6 á fimmtudagskvöldið. Kýrnar voru því ekkert mjólkaðar í tvo og hálfan sólarhring. Þær voru ekki mjög ánægðar með það, en komust lang flestar á mjög gott ról aftur. Tvær fengu júgurbólgu og önnur þeirra náði sér ekki af henni, þrjár lítt mjólkurlagnar kýr voru bara mjög sáttar með að vera ekki mjólkaðar og voru lengi að ákveða hvort þær ættu að skila okkur einhverri mjólk að viti eða ekki. Þær ákváðu að fara milliveginn. Hér er pistill sem ég setti á fésbókina á miðvikudagskvöldið, þegar við vorum búin að vera rafmagnslaus í rúman sólarhring: 


Bessastaðir Guðný Og Jói11. desember 2019 · 
Straumrof. Eitt af nýju fínu orðunum sem við erum alltaf að læra. Við köllum þetta bara rafmagnsleysi.
Hér hefur verið rafmagnslaust frá því um 3 í gær og meira og minna heitavatnslaust líka, það var eitthvað rennsli á heita vatninu í dag en það er nú hætt aftur.
Kýrnar fá bara vatn og hey, ekkert kjarnfóður og ekkert mjólkað því við erum ekki búin að koma okkur upp varaafli eftir að við fengum þriggja fasa rafmagn. Vorum með varaafl áður sem við þurftum aldrei að nota svo það hefur farist fyrir að ráða bót á því. Við þrífum básana ekstra vel og ekstra mikið af sagi í básana. Þær voru bara ekkert pirraðar við mig áðan. Sögðu bara að við yrðum að sætta okkur við að þær færu ekki í fulla nyt aftur eftir svona meðferð.
Mjólkurkálfarnir hafa fengið ýmist volga eða kalda mjólk, allt eftir dintum hitaveitunnar. Búin að hella niður hátt í 1000 lítrum sem voru í mjólkurtanknum. Það má ekki selja mjólk sem lendir í kælirofi (eitt af þessum fínu orðum). Nú er tankurinn tilbúinn í þrif um leið og rafmagnið kemur.
Hestarnir hafa það ágætt, fá sitt hey og fá að velta sér í hofinu á meðan við þrífum stíurnar þeirra. Útigangurinn hefur sitt skjól. Jói ætlaði reyndar að fara að gefa þeim áðan en við slitum vírana í hurðinni á hlöðunni þegar við reyndum að opna hana svo traktorinn er fastur inni. Fáum varahluti í hana í fyrramálið, Þröstur Throstur Óskarsson ætlar að redda því eins og mörgu. Það er nóg hey inni þangað til á morgunn ( já maður reynir að undirbúa sig fyrir vond veður).
Veðrið var kolvitlaust seinnipartinn í gær og gærkvöld. Við fórum uppeftir í gærmorgun áður en fór að hvessa og bjuggumst við að vera þar yfir nóttina. Magnús var heima og hringdi um kvöldið út af því að bílskúrshurðin fauk upp. Hann gat ekki lokað henni nógu vel einn. Við fórum því heim um 10 leitið, þurftum að halda okkur í girðinguna til að við fykjum ekki út í veður og vind. Þegar girðingunni sleppir þá þarf að fara yfir hlaðið, þar hálf skriðum við og allt í einu komum við á vegg sem var ekki húsveggur. Það var kominn risa skafl á hlaðið, alveg splunku nýr staður fyrir svona skafl. Við skriðum yfir hann og svo upp tröppurnar. Okkur tókst með herkjum að loka bílskúrnum, en það sem storminum tókst á meðan hann fékk að leika lausum hala í kjallaranum er ótrúlegt. Hurðin inn í Svarta gang opnaðist í látunum og þar með stóð strókurinn þar inn og hann blés undir stigann á milli hæðanna og færði hann 10 cm til suðurs. Þessi gamli notalegi stigi sem er búinn að þjóna 5 kynslóðum af Bessastaðafólki varð að láta undan Káranum. En hann er fær. Þurfum bara að ganga hann varlega. Það verður spennandi að reyna að koma honum á sinn stað aftur.
Fordinn stendur sig með prýði. Hann er notaður til að hlaða símana og er eina farartækið á bænum sem ekki er lokað inni eða týnt í skafli. Já týnt í skafli. Þið lásuð rétt. Ég færði SantaFeinn og nýja fína Outlanderinn minn ofar á hlaðið fyrir ofan bæinn svo þeir myndu ekki fjúka því það stóð svo uppa þá. Núna eru þeir undir þessum þriggja metra háa skafli sem kominn er á hlaðið, það verður heldur fjör að finna þá og moka upp.
Annars er allt bara í hinum mestu rólegheitum hér. Fengum harðfisk og jólabjór í kvöldmatinn og ís og jarðarber í eftirrétt. Það þarf sko að klára ísinn úr kistunni áður en hann bráðnar alveg.
Við hugsum mjög hlýlega til hetjanna sem eru að keppast við að koma rafmagninu á


Það var mjög skrítið að vera rafmagnslaus svona lengi. Maður gerði það sem hægt var án rafmagns og einhvern veginn slokknaði á öllum áhyggjustöðvum í líkamanum, maður varð bara að redda hlutunum. En svo þegar allt var komið á góðan flöt eftir að rafmagnið kom og búið var að laga allt sem aflaga fór, finna bílana og grafa þá upp, þá sleppti heilinn takinu á tilfinningunum og leyfði þeim að flæða út, svona til að hreinsa líkamann fyrir jólin. Eða eitthvað.
Ætluðum að bíða vonda veðrið af okkur í Upphæðum
Svo skall það á
oooog svo fór rafmagnið.
Á miðvikudagsmorgunn var veðrið mikið gengið niður en þessi risa skafl kominn ofan við bæinn.
Fólkið fyrir sunnan á fésbókinni hélt að það væri kósý að vera rafmagnslaus
Staka skyldi ekkert í þessu, frekar en hinar kýrnar
Urðum að handmoka allan flórinn og settum vel af sagi í básana til að halda þeim þurrum
Kýrnar fengu nóg af heyi, vatni og sagi í básana. Annað gátum við ekki gert fyrir þær.
Staðalbúnaður í rafmagnsleysinu
Ótrúlegt ástand.
Meira veðrið
Skaflar eftir eina nótt
Sumt af rúllunum týndist alveg. Fundum þær í lok mars.
Vírarnir slitnuðu í stóru hurðinni því það var svo mikill klammi á henni sem við tókum ekki eftir.
Magnús búinn að finna Hyundainn. Hann þurfti sko að fara í vinnuna
Búin að finna og moka frá Outlandernum.
Bælið eftir Outlanderinn, þá var næst að moka Hyundainn upp.
Skrítið að vera rafmagnslaus í svona góðu veðri
Picture
Jói var tilnefndur sem íþróttamaður ársins hjá USVH. Viðurkenningarnar voru veittar 28. desember í Íþróttahúsinu á Hvammstanga.

Frétt af vef USVH, usvh.is:
"Dagbjört Dögg Karlsdóttir var í dag kjörin Íþróttamaður USVH árið 2019 á Staðarskálamótinu í körfubolta sem haldið var í dag í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga.
Dagbjört Dögg spilar körfubolta með úrvalsdeildarliði Vals og var valin besti varnarmaður Vals á tímabilinu. Á þessu ári varð Dagbjört Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari. Dagbjört er í 6.sæti yfir stigahæstu Íslendingana í úrvalsdeild kvenna og skilar að meðaltali 11,22 stigum í leik. Hún hefur nokkrum sinnum verið valin í lið umferðarinnar í Dominosdeildinni. Dagbjört var fyrirliði U20 landsliðs kvenna og var hún framlags- og stigahæst í liðinu á Evrópumótinu í Kósovó og var valin í lokahóp A landsliðsins kvenna núna í haust.
Í öðru sæti varð Jóhann B. Magnússon knapi úr Hestamannafélaginu Þyt. Jóhann varð í 1.sæti í 100m skeiði á Reykjavíkurmeistaramótinu og 3.sæti í 100m skeiði á Íslandsmótinu. Hann varð alls 8 sinnum í 1.sæti í skeiði og var 34 sinnum í verðlaunasæti á árinu. Jóhann er í 2 sæti á WR heimslistanum í 100 m skeiði með meðaltalstímann 7,39 og var tilnefndur sem skeiðknapi ársins af Landsambandi hestamannafélaga sem og knapi ársins hjá Hestamannafélaginu Þyt.
Í þriðja sæti varð Helga Una Björnsdóttir knapi úr Hestamannafélaginu Þyt. Helga er íslandsmeistari í T2 slaktaumatölti og varð Reykjavíkurmeistari í sömu grein. Helga var valin í landsliðhóp Íslands sem tók þátt á heimsmeistaramótinu í Berlín.
Stjórn USVH óskar Dagbjörtu, Jóhanni og Helgu til hamingju með árangurinn sem og öðrum þeim sem tilnefndir voru."

Picture
Svo héldu áfram vond og þokkaleg veður til skiptis og af og til gott veður. Við erum svo sem vön vondu veðri, en ekki svona endalaust hífandi roki, það er frekar þreytandi til lengdar. Jói var að keppa í bæði Meistaradeildinni fyrir norðan og sunnan. Sumum mótunum þurfti að fresta vegna veðurs en allt gekk þetta einhvern veginn. Tamninga og þjálfunarhrossunum var mikið kennt bóklega (þegar þau eru bara þjálfuð í hofinu) út af veðrinu, því þegar ekki var rok var vegurinn svo frosinn og klammaður að reiðfærið var vont.

Þegar veðrið var gott var gripið til og myndað smá.
Vatnsnesið
Eiríksjökull og Tröllakirkja
Miðfjörður og Sólardalurinn
Klöppin, fyrir neðan bæ
Skúlptúr í skjóli.
Nýma passar hrossin.
Svo skall á kórónaveiran Covid 19. Það breytti svo sem litlu í sveitinni, nema að engir gestir komu í gistihúsið. Þó svo að samkomubann væri, þá hélt lífið sinn vana gang í sveitinni, nema að Fríða og Helga komu heim úr skólunum sínum og stunduðu nám hér heiman frá. Tæknin maður tæknin, hver sagði að internetið væri bóla? Magnús hætti líka að fara í vinnuna, þar sem North West veitingastaðnum þar sem hann er að vinna var lokað tímabundið. Það bættust því bara við nokkrar hendur til að hjálpa til við búskapinn.
Jú, það var líka sett stopp á öll mót í Meistaradeildunum svo nú þegar samkomubannið verður rýmkað á að klára þau, eitt fyrir sunnan og tvö fyrir norðan. Þegar þau mót verða búin gerum við smá úttekt á þeim hér á síðunni.
Picture
Nýma lætur kýrnar ekkert fara í taugarnar á sér.
Picture
Meira að segja er hún búin að gera þegjandi samkomulag við köttinn!!!
Picture
Svona kvaddi veturinn skringilega, sem var alveg eftir honum.
0 Comments

Knapi ársins hjá Þyti 2019 / Rider of the year

11/11/2019

1 Comment

 
Picture
Á uppskeruhátíð Þyts nú í byrjun nóvember var Jói útnefndur knapi ársins hjá Hestamannafélaginu Þyti. Okkur þykir mjög vænt um þessa viðurkenningu. Grunninn að þessari tilnefningu leggja 34 verðlaunasæti á árinu í hinum ýmsu greinum, auk þess var hann tilnefndur sem skeiðknapi ársins hjá Landssambandi hestamannafélaga og er annar á WR heimslistanum í 100 metra skeiði, með meðaltalstímann 7,39 sekúndur. Jói hefur einu sinni áður verið knapi ársins hjá Þyti, en það var árið 2003. Við stefnum að því að það verði innan við 16 ár þar til hann vinni þennan titil aftur :-) 
Hér á eftir verður farið yfir hvað liggur á bak við titilinn.
Sumar af myndunum eru fengnar af heimasíðu Þyts, en þær eru teknar af Eydísi Ósk, sem er ótrúlega dugleg að taka myndir á hestamótum hjá félaginu og deila þeim á vefmiðlunum. Allra bestu þakkir fyrir það Eydís.

In beginning of November was Jói nominated as the rider of the year in our riding club, Þytur. We are very proud about this. This year Jói was 34 times in price seat in competitions, he was also one of five riders that LH announced as pace rider of the year and he is the second on the World ranking list in 100 m pace with the average time 7,39 seconds. Jói has once before got this title, it was the year 2003. We are planning to have it less than 16 years until he gets the same title again.
Here we are going to show what is behind this title. 
Fröken frá Bessastöðum 
1. sæti 100 m skeið á Mývatn open
4. sæti reiðhallarskeið í KS deildinni
4. sæti 250 metra skeið á Hvítasunnumóti Fáks
1. sæti 100 m skeið á WR móti á Hólum með tímann 7,47 sek
1. sæti 100 m skeið á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks með tímann 7,38 sek
3. sæti 100 m skeið á Íslandsmótinu með tímann 7,33 sek
1. sæti 100 m skeið á Gæðingamóti Þyts með tímann 7,61 sek sem er vallarmet
1. sæti 100 m skeið á Fákaflugi með tímann 7,59 sek
1. sæti 100 m skeið á Stórmóti Hrings með tímann 7,47
Picture

Picture
Picture

Frelsun frá Bessastöðum
3.-4. sæti tölt T3 í Norðlensku mótaröðinni 
3. sæti B-flokkur á Mýtvatn open
1. sæti gæðingaskeið PP1 á Íþróttamóti Þyts
1. sæti A-flokkur á Gæðingamóti Þyts
4. sæti A-flokkur á Fákaflugi
Picture
Picture
Picture

Mjölnir frá Bessastöðum
5. sæti skeið í Norðlensku mótaröðinni
5. sæti fimmgangur F2 í Norðlensku mótaröðinni
4. sæti A-flokkur á Hvítasunnumóti Fáks
9. sæti fimmgangur F1 á WR móti á Hólum
4. sæti tölti T3 á Íþróttamóti Þyts
4. sæti í 100 m skeiði á Íþróttamóti Þyts

Picture
Picture
Picture

Atgeir frá Bessastöðum
2. sæti A-flokkur á Mývatn open
2. sæti fimmgangur F2 á Íþróttamóti Þyts
​5 sæti A-flokkur á Gæðingamóti Þyts
Picture
Picture
Picture

Glaumur frá Bessastöðum
3. sæti fjórgangur V2 á Íþróttamóti Þyts
3. sæti B-flokkur á Gæðingamóti Þyts
2. sæti brokk á Eldi í Húnaþingi
Picture
Picture
Picture

Bogi frá Bessastöðum, 
4. sæti tölt T7 í Norðlensku mótaröðinni
​5. sæti tölt á Mývatn open
Picture

Embla frá Þóreyjarnúpi
8. sæti fjórgangur V1 á WR móti á Hólum
5. sæti slaktaumatölt T2 á Íþróttamóti Þyts
4. sæti slaktaumatölt T2 á Stórmóti Hrings
Picture
Picture
Picture

Óskastjarna frá Fitjum
1. sæti 150 m skeið á Fákaflugi
2. sæti í 100 m skeiði á Eldi í Húnaþingi
3. sæti 150 m skeið á Stórmóti Hrings
Picture
1 Comment

Útskrift þriggja vetra tryppa

21/10/2019

0 Comments

 
Um helgina útskrifuðum við þriggja vetra tryppin okkar eftir tæplega tveggja mánaða tamningu. Þessi fimm stóðust prófið með glæsibrag og fá tvær hryssur frí fram að áramótum, en tvö af okkar hrossum frí fram á vorið eða þangað til Fríða kemur í sumarfrí, en hún fær að temja Mjölnisafkvæmin áfram næsta sumar.

Now we have been training the three years old for almost two months. They all did very well and are now on a brake. Here are pictures of them, taken the third time that they were ridden outside.
Narfi frá Bessastöðum, fæddur 2016
Móðir: Milla frá Árgerði
​Faðir: Mjölnir frá Bessastöðum
Picture
Picture
Picture
Picture

Kvaðning frá Bessastöðum, fædd 2016
Móðir: Bylting frá Bessastöðum
Faðir: Ölnir frá Akranesi
Picture
Picture
Picture
Picture

Rauðhetta frá Bessastöðum, fædd 2016
Móðir: Vilma frá Akureyri
​Faðir: Skaginn frá Skipaskaga
Picture
Picture
Picture
Picture

Viska frá Bessastöðum, fædd 2016
Móðir: Embla frá Þóreyjarnúpi
Faðir: Mjölnir frá Bessastöðum
Picture
Picture
Picture
Picture

Eyja frá Bessastöðum, fædd 2016
Móðir: Ásgerður frá Seljabrekku
Faðir: Teigur frá Auðsholtshjáleigu
Eigandi: Kristján Ingi Gunnarsson
Picture
Picture
Picture
Picture
0 Comments

Upphæðir

21/10/2019

0 Comments

 
Lengi höfum við rætt um að koma okkur upp lítilli kaffistofu og klósetti í útihúsunum, þær vangaveltur urðu loks að veruleika, en eitthvað klikkaði með að hafa kaffistofuna litla. 
Árin 1967-1969 voru hér byggð 400 kinda fjárhús og 250 fermetra þurrheyshlaða. Fyrstu sumrin sem heyjað var í hlöðuna voru mjög blaut, þannig að það endaði með því að pabbi steypti votheysgryfjur í annan endann á hlöðunni. Árið 1979 var svo bætt við 250 fermetra flatgryfju, þannig að notin fyrir votheysgryfjurnar urðu lítil. Þær urðu auðvitað upplagðar til að geyma hina ýmsustu hluti. Þegar við tókum við búinu árið 1995 breyttum við annarri þeirra í járningaraðstöðu og gegnumkeyrslu með hey, hin hélt áfram að safna drasli og geyma eitt og annað, sem oftast týndist bara eða varð ónýtt í rakanum og sýrunni frá heyinu. Svona lagað gengur auðvitað ekki, svo við ákváðum að breyta þessari ruslakompu í verkstæði og klósett. Til þess að það yrði góð aðstaða þurfti að setja milliloft og þar ofan á myndaðist auðvitað upplagt kaffistofurými. Bjarni Þór föðurbróðir minn settist niður og teiknaði og út varð þessi líka myndar kaffistofa, með tveimur kvistum á hlöðunni. Auðvitað miklu stærra en við ætluðum, en frábært rými, sem nýtist okkur núna mjög vel til að taka á móti gestum í hesthúsið eða hvað sem er. 
Hér fyrir neðan má sjá myndband af ferlinu öllu.
0 Comments

Mývatn Open 2019

7/4/2019

0 Comments

 
Picture
Fröken frá Bessastöðum
Jói fór með fjögur hross á Mývatn Open í byrjun mars. Það var mjög skemmtilegt mót eins og ávalt og frábærlega tekið á mótið hestum og mönnum. Öll hrossin stóðu sig með prýði og komust í úrslit. 
Fröken vann skeiðið.
Atgeir varð í öðru sæti í A-flokki
Frelsun varð í þriðja sæti í B-flokki
Bogi varð í 5. sæti í tölti, en hann var annar fyrir úrslitin en hélt ekki einbeitingu út úrslitin, enda ekki mikið taminn greyið.
Hér má sjá nokkrar myndir sem við fengum hjá Svanak Mynd Skot.

Jói took four horses to the ice competition Mývatn Open in mars. It was very much fun as always. All the horses did very good.
Fröken were in first place in 100 m flying pace.
Atgeir were in second place in A-flokkur.
Frelsun got third place in B-flokkur.
Bogi did reach fifth place in tölt, after he were the second one before finals.
Here are some pictures from the horses that we did get from Svanak Mynd Skot.
Picture
Bogi frá Bessastöðum, 6 vetra. M: Vilma frá Akureyri F: Krókur frá Ytra-Dalsgerði
Picture
Picture
Picture
Frelsun frá Bessastöðum. 6 vetra. M: Bylting frá Bessastöðum. F: Óskasteinn frá Íbishóli
Picture
Picture
Picture
Atgeir frá Bessastöðum. 7 vetra. M: Bylting frá Bessastöðum. F: Konsert frá Korpu
Picture
Picture
0 Comments

Sumarið er tíminn / News from the summer

20/10/2018

0 Comments

 
Picture
Áður en veturinn dettur inn er rétt að líta aðeins yfir sumarið sem liðið er. Fyrst skal kynna nýjasta meðliminn, sem sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Það er hún Nýmería, eða Nýma, eins og hún er kölluð. Border Collie tík frá Steinum í Borgarfirði, hún er fædd í lok apríl.

​Undir folaldaflipanum er hægt að sjá öll folöldin sem fæddust á bænum í sumar.

Before the winter comes we want to tell you some news about our achievements this summer.  First we want to introduce our new Border collie puppy, Nymeria, but we call her Nýma.

Here you can see what foals were born here this year.


Kynbótabrautin / The breeding track:

Picture
​Við sýndum bara eina hryssu í kynbótadómi í vor. Það var hún Frelsun frá Bessastöðum. 5 vetra hryssa undan Byltingu frá Bessastöðum og Óskasteini frá Íbishóli. Frelsun náði þeim árangri að vera ein af 5 vetra hryssunum á Landsmótinu í súmar og er hún hæst dæmda 5 vetra hryssan hjá HSVH í ár.
​
We took just one of our mares to the breeding track this year. That was Frelsun frá Bessastöðum, 5 years old after Bylting frá Bessastöðum and Óskasteinn frá Íbishóli. She was on of 30 mares that could come to breedingtest in her age class at Landsmót. She is the highest judged five years old mare in our breeding club HSVH. Here beneath you can see her results.
Dómur Frelsunar frá vorsýningu á Hólum:
Aðaleinkunn: 8,29

Bygging: 8,02                     Hæfileikar: 8,48
Höfuð: 7,5                              Tölt: 8,5
   vel opin augu, merarskál           rúmt, taktgott
Háls, herðar, bógar: 8,0           Brokk: 8,5
   reistur, beinir bógar                 taktgott, svifmikið
Bak og lend: 8,0                      Skeið: 9,0
  vöðvafyllt bak, djúp lend,          öruggt, skrefmikið
  öflug lend, framhallandi bak      takthreint

Samræmi: 8,5                         Stökk: 7,5
   langvaxið                                takthreint
Fótagerð: 8,0                           Vilji/geðslag: 8,0
   öflugar sinar                            ásækni, þjálni
Réttleiki: 8,0                            Fegurð í reið: 8,5
   afturfætur nágengir                  mikil reising
Hófar: 8,0                                 Fet: 8,0  
Prúðleiki: 7,0          Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk 8,0  
Picture
Frelsun fylgdi pabba sínum, Óskasteini, við kynningu og verðlaunaveitingu á Landsmótinu. En Óskasteinn var í þriðja sæti yfir 1. verðlauna stóðhesta fyrir afkvæmi.

On LM Frelsun was also in the group of the offsprings from Óskasteinn, when he was geting the trophy for being the third highest for first class stallions.
Picture

Picture
Að beiðni eigenda Króks frá Ytra Dalsgerði fórum við með 5 vetra geldinginn okkar Boga frá Bessastöðum í kynbótadóm. Það gekk nú bara býsna vel, þrátt fyrir að hann væri ekki mjög lífsreyndur. Hann hlaut í aðaleinkunn 7,96 án skeiðs, en hann var ekki búinn að læra nóg til að geta sýnt það. Hann fékk eina 9,0 og það fyrir hægt tölt, sem er glæsilegt hjá svo ungu tryppi. Bogi er undan Króki og Vilmu.
​
The owners of Krókur frá Ytra Dalsgerði asked us to take our gelding Bogi frá Bessastöðum to breeding test. We did that and he did get 7,96 in total score, though he was not ridden in pace, because he has not jet learned that properly. He did get 9.0 for slow tölt. Bogi is son of Krókur frá Ytra Dalsgerði and Vilma frá Akureyri.
Dómur Boga frá vorsýningu á Hólum.
Aðaleinkunn: 7,96


Bygging: 8,29                   Hæfileikar: 7,74
Höfuð: 8,0                            Tölt: 8,5
   bein neflína                          taktgott, skrefmikið
Háls, herðar, bógar: 8,5         Brokk: 8,0
   langur                                   öruggt
Bak og lend: 8,5                    Skeið: 5,0
    breytt bak, öflug lend         Stökk: 8,5
    svakt bak                              teygjugott
Samræmi: 8,5                        Vilji/geðslag: 8,5
   hlutfallarétt                             reiðvilji, þjálni
Fótagerð: 8,5                          Fegurð í reið: 8,0
   öflugar sinar, þurrir fætur         mikil reising     
Réttleiki: 7,5                            Fet: 8,0
   afturfætur nágengir                  rösklegt 
   framfætur útskeifir, fléttar              
Hófar: 8,0                               Hægt tölt: 9,0
   djúpir, ósléttir                       Hægt stökk: 7,5

Prúðleiki: 8,0         
Picture
Picture
Picture

Keppnisbrautin / The competition track

Picture
Jói fór með nokkur hross á keppnisbrautina í sumar. Hér fyrir neðan gefur að líta árangurinn.
Lang besti árangurinn var á skeiðbrautinni hjá honum og Fröken frá Bessastöðum, en hún er 7 vetra þannig að hún á mikið inni á þeim vígstöðvum.

Jói did take part in some competitions this year. Here we will show you the results. The best results were with Fröken frá Bessastöðum on the pace track, but she is just 7 years old so we are excited for the future.

Jói og Fröken frá Bessastöðum:

Reykjavíkurmeistaramót      2. sæti í 100 m skeiði    7,47 sek                
Landsmót hestamanna,        9. sæti í 100 m skeiði    7,74 sek                
Íslandsmót  í hestaíþróttum  2. sæti í 100 m skeiði    7,49 sek
Íþróttamót Þyts                    1. sæti í 100 m skeiði    8,03 sek

Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Jói og Mjölnir frá Bessastöðum komu aðeins við á keppnisbrautinni, en Mjölnir er 7 vetra svo hans reynsla á keppnisbrautinni er ekki orðin mikil. Þeir fóru á íþróttamót í Borgarnesi í mai og urðu í 2. sæti þar. Tóku svo þátt í gæðingamóti Þyts, Neista og Svaða á Blönduósi og urðu þar í 2. sæti með einkunnina 8,66 og unnu sér rétt til að taka þátt á Landsmótinu fyrir hönd Þyts. Á Landsmótinu varð hann eilítið feiminn fyrsta hringinn sem varð auðvitað til þess að hann komst ekki áfram. Eftir Landsmót fór Mjölnir svo út í hólf með nokkrum merum sem hann sinnti af kostgæfni.

Jói and Mjölnir frá Bessastöðum took part in few competitions, but Mjölnir is 7 years old so he has not much experience on the track. In may they competed in Borgarnes in F2 and got second seat there. In middle of june they competed in Blönduós and were there also in second seat and did there get ticket to Landsmót for our riding club. After Landsmót Mjölnir had two happy months with some mares.
Picture

Picture
6 vetra geldingurinn okkar Atgeir frá Bessastöðum reyndi sig lítillega við keppnisbrautina í sumar. Fyrst fór hann á sameiginlegt gæðingamót Þyts, Neista og Svaða um miðjan júní. Þar náði hann þeim árangri að verða þriðji efstur í A-flokki af Þytshestunum og þar með einn af fulltrúum Þyts á Landsmóti í A-flokki, hvar hann tók þátt og gekk ágætlega miðað við aldur og fyrri störf. 
Jói og Atgeir fóru líka á íþróttamót Þyts í ágúst. Þar urðu þeir í öðru sæti í fimmgangi og öðru sæti í gæðingaskeiði.

Jói did compete also on our six years old Atgeir frá Bessastöðum. This is his first year in competition and he did well. He was the third of our riding club in competition in june and did there get ticket for our ridingclub to Landsmót. So Jói had two of three horses for Þytur in A-flokkur on LM. In august they competed in our ridingclub and were there in second place in both F2 and PP2.
Picture
Picture

Í tölti á íþróttamóti Þyts tóku þátt Jói og Brana frá Þóreyjarnúpi, 6 vetra hryssa undan Sögu frá Þóreyjarnúpi og Ali frá Lundum. Það gekk ágætlega og enduðu þau í 3. sæti þar.

Jói did also compete on Brana frá Þóreyjarnúpi in tölt T3 in our ridingclub in august. There they did get the third place.
Picture

Að lokum nokkrar myndir frá sumrinu.
At last some nice pictures from the summer.
Picture
Skiltið að gistihúsinu okkar / The sign to our guesthouse.
Picture
Skógræktin dafnar ljómandi vel. Þetta er aspartilraun sem Mólgilsármenn eru með hér.
Picture
Sumir fá morgunmat í rúmið. Aðrir fá kvöldmat í pottinn. / Some get breakfast in bed, others get dinner in the hot tube.
Picture
Fengum úrval hey í sumar.
Picture
Dýrðarveður oft á tíðum.
Picture
Kálfarnir kláruðu grænfóðrið fyrir kýrnar, því það haustaði full snemma svo við fórum að hýsa þær í byrjun október.
Picture
Það verður að nýta sér svona óskastund.
Picture
Það kemur seinna almennileg frétt af Upphæðunum.
0 Comments

Spennandi ungdómur

22/6/2018

0 Comments

 
Í lok maí gerðum við úttekt á nokkrum af ungu hrossunum okkar og verknemanum. 
​Byrjum á að kynna verknemann. Hann heitir Guðjón Örn Sigurðsson frá Skollagróf í Hrunamannahreppi. Hann er í bændadeild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og var hjá okkur í verknámi í 2 mánuði. Hann var auðvitað settur í öll leiðinlegu verkin, því það er ekki bara gaman að vera bóndi, og svo til að létta lundina fékk hann líka að temja nokkur hross. 

In the end of may we took some pictures of our young horses and the student who stayed with us for 2 months.

Picture
Verkneminn vaski.
Picture
Hvað hugsa sunnlendingar þegar þeir horfa út á opið norður Atlandshafið?
Hér eru svo hrossin sem verkneminn var að temja.
Fyrst kynnum við Goða frá Bessastöðum, 4 vetra undan Frostrós frá Þóreyjarnúpi og Mjölni frá Bessastöðum, hann er fyrsta afkvæmið sem við temjum undan Mjölni og lofar mjög góðu fyrir framhaldið. Jói frumtamdi Goða í haust og hann var svo tekinn inn aftur eftir að Guðjón kom.

Here are pictures of Goði frá Bessastöðum, 4 years old after Frostrós frá Þóreyjarnúpi and Mjölnir frá Bessastöðum,, he is the first offspring of Mjölnir that we train and we are looking forward to the future. Goði had been trained for 3 months when these pictures were taken.
Picture
Picture
Picture
Picture

Svo er það Skálmöld frá Bessastöðum, 4 vetra undan Vilmu frá Akureyri og Narra frá Vestri-Leirárgörðum. Hún er því hálfsystir Mjölnis. Hún var líka frumtamin í haust og tekin inn aftur eftir að Guðjón kom.

Here are pictures of Skálmöld frá Bessastöðum, 4 years old after Vilma frá Akureyri and Narri frá Vestri-Leirárgörðum. She has the same mother as our stallion Mjölnir. She is also just trained for 3 months.
Picture
Picture
Picture
Picture

Fjögurra vetra folinn Sigur frá Bessastöðum fékk sömu meðferð og Goði og Skálmöld. Sigur er undan Byltingu frá Bessastöðum og Sjóði frá Kirkjubæ.

Our 4 years old Sigur frá Bessastöðum was also trained the same way as Goði and Skálmöld. Sigur is after Bylting frá Bessastöðum and Sjóður frá Kirkjubær.
Picture
Picture
Picture
Picture

Fimm vetra hryssan Óskastjarna frá Fitjum, undan Vakningu frá Krithóli og Óskasteini frá Íbishóli. Hún er í eigu Kristjáns Inga Gunnarssonar. Jói reið með í þessari ferð á Frelsun frá Bessastöðum, sem er líka undan Óskasteini frá Íbishóli og móðirin er Bylting frá Bessastöðum

Five years old mare, Óskastjarna frá Fitjum, after Vakning frá Krithóli and Óskasteinn frá Íbishóli. Jói did ride with him on 5 years old Frelsun frá Bessastöðum, after Óskasteinn frá íbishóli and Bylting frá Bessastöðum.
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture

Þá er að lokum 6 vetra hesturinn Glaumur frá Bessastöðum, undan Perlu frá Sauðárkróki og Gaumi frá Auðsholtshjáleigu. Við eigum Glaum hálfan á móti Kristjáni Inga Gunnarssyni. Jói var með í þessari ferð og reið Brönu frá Þóreyjarnúpi, undan Sögu frá Þóreyjarnúpi og Ali frá Lundum.

At last it is the 6 years old Glaumur frá Bessastöðum, after Perla frá Sauðárkrókur and Gaumur frá Auðsholtshjáleigu. On some of the pictures we can also see Jói riding Brana frá Þóreyjarnúpi, after Saga frá Þóreyjarnúpi and Alur frá Lundum.
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Það stóðust allir aðilar úttektina með sóma og horfum við mjög björtum augum til framtíðarinnar.
0 Comments

Að loknum vetri  /  After the winter

8/5/2018

1 Comment

 
Picture
Veturinn búinn og þá kemur blessað vorið og sumarið. Hér verður í nokkrum orðum og myndum greint frá ýmsum af vetrarafrekunum.

Now the winter has gone so it is time to give you some news about the highest headlines since last months.
Byrjum á endinum. Síðasta vetrardag var hestamannafélagið okkar með flotta reiðhallarsýningu, þar sem komu fram nokkur ræktunarbú á svæðinu og ýmis skrautreiðaratriði, atriðið frá æskulýðsstarfinu og fleira. Við mættum með 4 hross í Bessastaðaatriði og Fríða Rós var með Smið, 8 vetra hest undan Millu frá Árgerði og Arnoddi frá Auðsholtshjáleigu, í skrautreiðaratriði æskulýðsstarfsins.
Hrossin sem við vorum með í okkar atriði voru eftirfarandi, já og öll frá Bessastöðum:
Mjölnir, sem Jói var á. Mjölnir er 7 vetra undan Vilmu frá Akureyri og Álfi frá Selfossi.
Bogi, sem Guðný var á. Bogi er 5 vetra undan Vilmu frá Akureyri og Króki frá Ytra-Dalsgerði.
Frelsun, sem Helga Rún var á. Frelsun er undan Byltingu frá Bessastöðum og Óskasteini frá Íbishóli.
Glaumur, sem Guðjón Örn var á. Glaumur er undan Perlu frá Sauðárkróki og Gaumi frá Auðsholtshjáleigu.
Guðjón Örn er verkneminn okkar. Hann kemur að sunnan!, frá Skollagróf í Hrunamannahreppi. Snilldar sending sem við fengum að sunnan í þetta skiptið :-). 
Ljósmyndirnar hér fyrir neðan eru teknar af snillingnum Eydísi Ósk.

We begin at the last day of winter, when our riding club had a show in the ridinghall at Hvammstangi. We took part in that show with some of our horses and our youngest daughter took part in that show also with other kids in the riding club.
​Here beneath are some pictures from our show and our daughters.
Jói was riding Mjölnir frá Bessastöðum. 7 years old son of Vilma frá Akureyri and Álfur frá Selfossi.
Guðný was riding Bogi frá Bessastöðum, 5 years old son of Vilma frá Akureyri and Krókur frá Ytra Dalsgerði.
Helga Rún was riding Frelsun frá Bessastöðum. 5 years old daughter of Bylting frá Bessastöðum and Óskasteinn frá Íbishóli.
Guðjón Örn war riding Glaumur frá Bessastöðum. 6 years old son of Perla frá Akureyri and Gaumur frá Auðsholtshjáleigu.

Eitthvað var keppt á innan húss mótum. T.d. fór Jói með 6 vetra hestinn Atgeir frá Bessastöðum, undan Byltingu okkar og Konsert frá Korpu, í fimmgang í liðakeppni Þyts. Þeir urðu í 3. sæti með 6,19.
Picture
Picture
Jói and Atgeir frá Bessastöðum in fivegait with the score 6,19 and third place. Atgeir is son of Bylting frá Bessastöðum and Konsert frá Korpu.

Í tölt í liðakeppni Þyts fór Jói með 6 vetra hryssuna Brönu frá Þóreyjarnúpi. Þau urðu í 6. sæti með einkunnina 6,42.
Picture
Jói and Brana frá Þóreyjarnúpi in tölt. Brana is daughter of Saga frá Þóreyjarnúpi and Alur frá Lundum.
Picture
So happy with his 6th place.

Jói fór með Fröken í skeið bæði í KS-deildinni og í liðakeppninni. Urðu þau í 3. sæti í KS á tímanum 4,94 í gegnum Svaðastaðahöllina. Í liðakeppninni urðu þau í 2. sæti en verkneminn okkar, sem þá var ný kominn varð í fyrsta sæti. Hann mun (vonandi) ekki ná að vinna þau aftur :-).
Picture
Jói and Fröken frá Bessastöðum in pace

Í apríl komu hér 30 manns til að taka upp smá bút í kvikmyndina Héraðið. Þau vantaði mjaltabás og kýr til að nota í atriðið. Mjaltirnar tóku dááááálítið lengri tíma þann morguninn. En mjög gaman að taka þátt í þessu, maður fær allt annað sjónarhorn á kvikmyndir eftir þetta.
Our cow stable was used for one scene in a movie...... We were a bit longer than usually milking that morning.

Helga Rún tók sveinspróf í bakaraiðn frá skólanum sínum í Danmörku. Snilld að eiga eitt stykki bakara. 
Our oldest daughter Helga Rún did finish her bakery school in Danmark. So now we have a baker in the family.

Við fengum okkur nýja hestakerru. 5 hesta kerra frá Bílaklæðningu Ragnars Valssonar. Feykigóð kerra. Létum merkja hana með myndum af Mjölni og folöldum undan honum. Þær myndir tók þýsk kona, Katrin Martin, sem var hér á ferðinni í fyrra.
Picture
Picture
Picture
We bought us new horse trailer and let put pictures on it that Katrin Martin, photographer took for us. One is from our stallion Mjölnir and the other is from three of his offsprings.

Við erum að innrétta verkfærageymslu og klósett í gamalli votheysgryfju í hlöðunni. Vinnan við það mjatlaðist áfram í vetur með góðum mönnum. Þar fyrir ofan verður svo innréttuð kaffistofa með haustinu.

In the stables we are changing part of the barn in to garage and toilet.

Í vetur gaf Guðný ekki kost á sér til að sitja áfram í stjórn Bændasamtaka Íslands, en hún var búin að vera þar í stjórn síðan árið 2010. Fyrir tveimur árum hætti hún í stjórn Landssambands kúabænda, sem hún sat í frá árinu 2005 til 2016. Nú er hún "bara" í stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og formaður fagráðs í nautgriparækt. Til öryggis lét hún taka af sér svona framboðsmynd til að eiga ef henni dytti í hug að skella sér í framboð einhvern tíman seinna.
Picture

Hér eru í lokin nokkrar vetrarmyndir af búgarðinum.

Here are at last some pictures that we took this winter.
1 Comment

Að loknu sumri / After the summer

11/10/2017

0 Comments

 
Picture
Fröken brilleraði á skeiðvellinum.
Picture
Frelsun brilleraði á kynbótavellinum.
Picture
Mjölnir brilleraði á kynbóta- og gæðingavellinum.
Picture
Ógn stóð sig vel á kynbóta- og skeiðvellinum
Vel gekk á kynbóta- og keppnisbrautinni í vor og sumar. Við sýndum 4 hross í kynbótadómi og fengu þau öll yfir 8 í aðaleinkunn, meðaleinkunn þeirra er 8,20 og meðalaldur 5,5. Þrjú þeirra komust á Fjórðungsmót Vesturlands í sínum aldursflokki og tvö þeirra komust þar í verðlaunasæti. Öll fjögur fengu þau verðlaun á uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún. og  var stóðhesturinn okkar Mjölnir, með hæstu einkunn stóðhesta hjá samtökunum. Mjölnir vann líka A-flokkinn á gæðingamóti Þyts með einkunnina 8,52 og Fröken brilleraði í 100 m skeiðkeppnum. Hér fyrir neðan má sjá afraksturinn:

Our horses did well in the tracks this year. We took 4 of our horses to breeding test, and all of them did get higher than 8 in total score, the average score is 8,20 and average age is 5,5 years. Three of them reached the limits to go to FM (Fjórðungsmót Vesturlands) and two of them were in the 5 highest in their class. All four of them did get trophy at the final ceremony in our breeding club (HSVH) and our stallion Mjölnir is the highest judged stallion in our breeding club this year.
Mjölnir did also well in the competition track, where he did win the A-flokkur in our riding club in june. Fröken one of our mares did very well in 100 m pace race. Here beneath you can see more about this:
Mjölnir frá Bessastöðum
Sex vetra stóðhestur undan Vilmu frá Akureyri og Álfi frá Selfossi. Hann fékk 8,80 fyrir hæfileika á Fjórðungsmótinu og 8,54 í aðaleinkunn. Hann er með 5 níur eins og sést í dómnum hér neðar. 
Mjölnir varð í 5. sæti í flokki 6 vetra stóðhesta á Fjórðungsmótinu, hæst dæmdi stóðhestur hjá HSVH í ár og vann A-flokkinn á gæðingamóti Þyts í sumar. Eftir Fjórðungsmótið sinnti hann nokkrum merum, sem fyljuðust allar, þannig að hann kom ekki meira fram á keppnisbrautinni í sumar.

Here are pictures of our stallion Mjölnir frá Bessastöðum, who is six years old son of Vilma frá Akureyri and Álfur frá Selfossi. He did get 8,80 for riding abilities and 8,54 in total score on FM and was there the fifth highest judged six year old stallion. 
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Aðaleinkunn: 8,54

Sköpulag: 8,15                 Kostir: 8,80


Höfuð: 8,0                        Tölt: 9,0
Háls/herðar/bógar: 8,0           Taktgott, há fótlyfta,
     Mjúkur, háar herðar,           Skrefmikið

     djúpur                         Brokk: 9,0
Bak og lend: 8,0                     Rúmt, skrefmikið, 
     Góð baklína                       há fótlyfta

Samræmi: 8,0                   Skeið: 9,0   
                                            Ferðmikið, teygjugott
Fótagerð: 8,5                         hátt
     Öflugar sinar               
 Vilji og geðslag: 9,0     
Hófar: 8,5                             Ásækni, Þjálni, 
     Djúpir, þykkir hælar,          vakandi
     þröngir               
         Fegurð í reið: 9,0
                                           Mikið fas, mikil reising
Prúðleiki: 8,0                        mikill fótaburður
                                         Fet: 6,5
                                             Flýtir sér
                                          Hægt tölt: 8,0
                                          Hægt stökk: 7,5
Picture

Frelsun frá Bessastöðum
Frelsun er  4 vetra undan Byltingu frá Bessastöðum og Óskasteini frá Íbishóli. Gífurlega efnilegt tryppi. Hún varð í 4. sæti á Fjórðungsmótinu og er hæst dæmda fjögurra vetra hryssan hjá HSVH í ár.

Our four years old Frelsun is daughter of Bylting frá Bessastöðum and Óskasteinn frá Íbishóli. She is very promising young horse. She did reach the fourth place in her age class at the FM and she is the highest judged four years old mare in our breeding club this year.
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Aðaleinkunn: 8,03

Sköpulag: 8,02                    Kostir: 8,04


Höfuð: 7,5                           Tölt: 8,0
     Merarskál
Háls/herðar/bógar: 8,0          Brokk: 8,0
     Reistur, beinir bógar
Bak og lend: 8,0                    Skeið: 8,0
     Vöðvafyllt bak, öflug lend        Skrefmikið
     framhallandi bak               Stökk: 7,5
Samræmi: 8,5
     Hlutfallarétt, fótahátt         Vilji og geðslag: 8,5
Fótagerð: 8,0                              Ásækni, þjálni
     Þurrir fætur, snoðnir fætur  Fegurð í reið: 8,0
Réttleiki: 8,0              
                                             Fet: 8,0
Hófar: 8,0
                                              Hægt tölt: 7,5
Prúðleiki 7,0                            Hægt stökk: 7,5

Picture

Ógn frá Bessastöðum
Sex vetra hryssa undan Byltingu frá Bessastöðum og Héðni frá Feti. Hún er því hálfsystir Frelsunar. Ógn komst inn á Fjórðungsmótið í sínum flokki og var önnur hæst dæmda hryssan í flokki sex vetra hryssna hjá HSVH í ár. Ógn varð í þriðja sæti í 100 m skeiði á félagsmóti Þyts. Hún er nú komin til nýrra eigenda í Noregi.

Six years old mare, half sister to Frelsun, as she is daughter of Bylting frá Bessastöðum and her father is Héðinn frá Feti. Ógn did reach the limits to go to FM in Borgarnes and she was the second highest six years old mare in our breeding club HSVH. Ógn was the third in 100 m pace race in competition in our riding club. Now she is by new owners in Norway.
Picture
Ógn varð í þriðja sæti í 100 m skeiði á félagsmóti Þyts.
Picture
Kynbótadómur í byrjun júní.
Picture
Kynbótadómur í byrjun júní.
Picture
Fjórðungsmót í lok júní. Gránaði mikið á tæpum mánuði.
Picture
Fjórðungsmót í lok júní. Orðin mikið grárri.
Picture
Picture
Picture
Picture
Aðaleinkunn: 8,17

Sköðulag: 8,13                   Kostir: 8,20

Höfuð: 8,5                          Tölt: 8,0
     Svipgott, bein neflína
Háls/herðar/bógar: 8,5         Brokk: 8,5
     Reistur, grannur                   Skrefmikið, rúmt
Bak og lend: 8,0                   Skeið: 9,0
     Vöðvafyllt bak, öflug lend      Takthreint, öruggt,
     þúfulend                              sniðgott
Samræmi: 8,0                       Stökk: 8,0
     Sívalvaxið                             Takthreint
Fótagerð: 7,5                         Vilji og geðslag: 8,5
     Hörð afturfótst.                       Ásækni
     snoðnir fætur                    Fegurð í reið: 8,0
Réttleiki: 8,0
     Afturfætur: nágengir          Fet: 6,5
     Framfætur: réttir                     skrefstutt, 
Hófar: 8,5                                    framtakslítið
                                             Hægt tölt: 7,5
Prúðleiki: 7,0                          Hægt stökk: 8,0
Picture

Fröken frá Bessastöðum
Sex vetra hryssan hennar Fríðu hún Fröken frá Bessastöðum fór í kynbótadóm í vor og nældi sér aftur í 10 fyrir skeið. Nú er kynbótavallarkaflanum lokið í hennar lífi og hún farin að huga meira að kappreiðum. Jói prófaði nokkra 100 m skeiðspretti á henni í sumar og lofar hún mjög góðu. Fyrsta skipti sem hún keppti í 100 m skeiði var á Fjórðungsmótinu og varð hún þar í 3. sæti á tímanum 7,76. Á móti á Sauðárkróki síðsumars náði hún 9. besta tíma landsins í ár 7,57. Fröken var þriðja hæst dæmda 6 vetra hryssan hjá HSVH í ár.

Fríða's six years old mare, Fröken frá Bessastöðum was taken to breeding judges in june and she did get again 10 for pace. Now we are starting to train her for pace race. Her first 100 m pace race was on Fjórðungsmót Vesturlands in late june, there she was the third fastest 7,76 sec. She also did compete in Sauðárkrókur late summer and did there get the ninth fastest time 7,57 of the year in 100 m pace race.
Picture
Fröken í sinni fyrstu 100 m skeiðkeppni.
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Aðaleinkunn: 8,06

Sköpulag: 8,41                       Kostir: 7,83


Höfuð: 8,5                              Tölt: 7,5
     Skarpt/þurrt, svipgott
Háls/herðar/bógar: 8,5            Brokk: 7,5
     Háar herðar, klipin kverk
Bak og lend: 8,5                      Skeið: 10,0
     Djúp lend, góð baklína          Ferðmikið, sniðgott Samræmi: 9,0                           takthreint, öruggt,
     Langvaxið, fótahátt               svifmikið, mikil     
Fótagerð: 8,5                             fótahreifing
     Öflugar sinar, þurrir fætur    Stökk: 8,0
Réttleiki: 7,5                                Ferðmikið
     Framfætur: brotin tálína      Vilji og geðslag: 7,0
Hófar: 8,0                                    Ásækni, óþjálni, 
     Efnisþykkir, þröngir                  hvarf úr braut
Prúðleiki: 7,5                           Fegurð í reið: 8,0
                                                  Mikil reising
                                              Fet: 5,5
                                              Skrefstutt, flýtir sér
                                              Hægt tölt: 7,5
                                              Hægt stökk: 5,0
Picture

Dýrindis veður var meira og minna í vor, sumar og haust.
Picture
Smiður að slá Þjóðgarðinn.
Picture
Slógum þrisvar öll tún yngri en 5 ára.
Picture
Kýrnar í kálinu, gátu verið úti nánast út október.
Picture
Kíkt á ungviðið.
Picture
Bessastaðir í blíðunni sem lék oft við okkur í sumar.
Við fórum í skemmtilega hestaferð um Víðidalinn.
Picture
Við Kolugljúfur.
Picture
Við Bergárfoss.
Picture
Við Ferðamannakletta.
0 Comments
<<Previous
    Eldri fréttir / Older news
    Myndaalbum/Photoalbum

    Bessastaðafréttir

    Hér verða settar inn helstu fréttir af fólki og fénaði.

    Archives

    November 2020
    May 2020
    November 2019
    October 2019
    April 2019
    October 2018
    June 2018
    May 2018
    October 2017
    June 2017
    January 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    July 2016
    June 2016
    April 2016
    March 2016
    January 2016
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly