• Heim
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Þjálfunarhross
  • Folöld
  • Ræktunarhryssur
  • Hafa samband

Framkomur vetrarins / Winter shows

25/6/2017

0 Comments

 
Hmmm, engar fréttir eru góðar fréttir, en það er sjálfsagt að deila samt með öðrum ýmsum góðum fréttum. Áður en við getum deilt vor og sumarfréttunum þá verðum við nú að klára af veturinn í hrossaræktinni.
Jói tók þátt í nokkrum innanhúss mótum, sem er ágæt æfing fyrir ungu hrossin okkar. Hann fór líka á ísmótið Mývatn Open og eru hér myndir frá því.

Last winter Jói did compete in some competitions in riding halls, it is good practice for our young horses. He did also go to the ice competition Mývatn Open. Here are some pictures:
Picture
Picture
Picture
Picture
Jói og Fröken frá Bessastöðum urðu í 3. sæti í A-flokki.
Jói and Fröken frá Bessastöðum, 6 years old. They did get third place in A-flokkur.
Picture
Picture
Jói og Knár frá Bessastöðum.
Jói took also our Knár frá Bessastöðum.

Í mars fór Jói og keppti á ísmóti í Hollandi. Hann keppti á tveimur hryssum frá okkur sem fóru til Belgíu á síðasta ári. Hér fyrir neðan eru myndir af þeim.
Jói went to Holland in march to compete in the Ice competition in Eindhoven. He did compete on two mares from our farm that went to Belgium last year.
Picture
Picture
Picture
Picture
Jói á Mynd frá Bessastöðum. Þau kepptu bæði í fjórgangi og tölti. Náðu 8. sæti í töltinu.
Jói and Mynd frá Bessastöðum competed in fourgate and tölt and did get the 8th seat in tölt.
Picture
Picture
Jói og Sjöund frá Bessastöðum náðu 4. sæti í fimmgangi.
Jói and Sjöund frá Bessastöðum got fourth place in five gate.

Í vetur var haft samband við Jóa og systkini hans um að koma með atriði til heiðurs pabba þeirra á reiðhallarsýninguna Hestar og fjör í Léttishöllinni á Akureyri í lok apríl. Þau tóku vel í það og mættu með 12 knapa og hesta og heilan karlakór. Pabbi Jóa var Magnús Jóhannsson frá Kúskerpi og var hann í mörg ár ráðsmaður á Hólum í Hjaltadal. Í sýningunni voru afkomendur hans og bróðir. Sýningunni verður gerð nánar skil síðar, en verið er að útbúa myndband frá henni. Hér fylgja með nokkrar myndir af hrossunum okkar og knöpunum sem fóru á sýninguna.
Jói and his siblings were asked to come to a show in the riding hall in Akureyri in april and honor their late father Magnús Jóhannsson, how died just 54 years old the year 1998. They went there 12 together, offsprings of Magnús and his brother on their horses. They had the mens choir "Karlakór Eyjafjarðar" to sing while they were riding the horses. Later we will make news about that show, when the video of it will be ready. Here beneath are pictures of Jói, Fríða and Ella (Jói's sister) on horses from our breed in the show.
Picture
Fríða Rós og Smiður frá Bessastöðum. Jói Magg. og Mjölnir frá Bessastöðum
Picture
Jói og Mjölnir frá Bessastöðum
Picture
Ella Magg og Knár frá Bessastöðum. Fríða Rós og Smiður frá Bessastöðum.
Picture
Jói og Mjölnir frá Bessastöðum
0 Comments

Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna /                                                                       Happy new year and thanks for the last one

2/1/2017

1 Comment

 
Picture
Fríða Rós 13 ára og graðhesturinn Mjölnir frá Bessastöðum 5 vetra.
Picture
1 Comment

Hrossaræktarbú HSVH árið 2016 / Breedingfarm of the year by our breedingclub

4/11/2016

0 Comments

 
Picture
Um síðustu helgi var uppskeruhátið Þyts og hrossaræktarsamtaka V-Hún. Það var gífurlega mikil gleði og stuð, að vanda. Þar voru veittar viðurkenningar fyrir hæst dæmdu hross í öllum kynbótaflokkum og hrossaræktarbú ársins útnefnt. 7 bú voru tilnefnd í ár og hlotnaðist okkur sá heiður að vera hrossaræktarbú ársins. Þökkum við kærlega fyrir þá útnefningu.
Það var gífurlega góður árangur í kynbótadómum í vor hjá okkur. Við fórum með allan 5 vetra árganginn okkar í dóm, en hann samanstendur af þremur hrossum, Mjölni, Fröken og Ógn. Önnur kynbótahross sem voru í þjálfun í vetur voru annars vegar Mynd og Hugsun, sem fóru í mjög góða kynbótadóma í fyrra og því var þeim stillt upp til keppni í ár. Það gekk mjög vel með Mynd í keppni og var hún fulltrúi fyrir hestamannafélagið Skugga í B-flokki á Landsmótinu. Hugsun var hins vegar ekki heil, þegar til kastanna kom og fór því í frí í vor og er nú orðin fylfull við Flygli frá Stóra-Ási. Auk þeirra var í þjálfun Unun, fjögurra vetra hryssa undan Millu frá Árgerði og Konsert frá Korpu, mikil efnis hryssa en við ákváðum að sýna hana ekki því við viljum ekki sýna svo ung hross nema að þau séu andlega og líkamlega tilbúin til þess.
Metnaður okkar liggur í því að rækta, temja, þjálfa og sýna hrossin sjálf og erum því gífurlega ánægð að ná þessum árangri.

Last weekend our riding club and breeding club had a great festival where best breeding horses of the year got trophies and the breeding farm of the year were awarded. Seven breeding farms in the breeding club of HSVH were nominated and we were one of them. AND we were the one that did get the awards this year. We are very proud and happy with those awards. For breeding test this year we took all of our 5 years old horses, they are three, Mjölnir, Fröken and Ógn. Here beneath you can see video of their breeding test.
We are proud of these awards because we do it all by our self´s: breed, train and show the horses. And the only breeding horses in the stable, that we left at home were one four years old mare that was not ready and two 6 and 7 years old mares that did get very good breeding judge the year before so this year they were trained for competition and one of them Mynd frá Bessastöðum was on Landsmót for the riding club Skuggi.

Hér eru myndbönd af hrossunum okkar sem fóru í kynbótadóm í vor:

Mjölnir er undan Vilmu frá Akureyri og Álfi frá Selfossi. Hann fékk 8,27 í aðaleinkunn, þar af 9 fyrir brokk. Mjölnir var verðlaunaður fyrir að vera efsti 5 vetra hesturinn hjá HSVH.

Here are videos of our three five years old horses that we took to breedingtest:

Mjölnir is son of Vilma frá Akureyri and Álfur frá Selfossi. He did get 8,27 in total breeding score, and 9 for trott. On the festival Mjölnir got trophy for being the highest 5 years old stallion in our breeding club.

Fröken er undan Millu frá Árgerði og Kunningja frá Varmalæk. Hún fékk 8,16 í aðaleinkunn, þar af 10 fyrir skeið. Fröken fékk verðlaun fyrir að vera þriðja hæsta fimm vetra hryssan hjá HSVH.

Fröken is daughter of Milla frá Árgerði and Kunningi frá Varmalæk. She did get 8,16 in total breedingscore, and 10 for pace. Fröken got trophy for being the third highest breeding mare in 5 years old group by our breeding club.

Ógn er undan Byltingu frá Bessastöðum og Héðni frá Feti, en Bylting er undan Millu eins og Fröken. Ógn fékk 8,05 í aðaleinkunn, þar af 9 fyrir skeið.

Ógn is daughter of Bylting frá Bessastöðum and Héðinn frá Feti, Bylting is daughter of Milla as Fröken is. Ógn got 8,05 in total breeding score, and 9 for pace.
0 Comments

Þrír Belgískir meistaratitlar / Three Belgian championers

23/10/2016

0 Comments

 
Picture
Belgískir meistarar í tölti og fjórgangi yngri flokka. Oddviti frá Bessastöðum og Lorien Swinnen
Picture
Belgískir meistarar í fimmgangi. Sjöund frá Bessastöðum og Toke Van Branteghem
Um síðustu helgi fór fram Belgíska meistaramótið í hestaíþróttum. Þar kepptu tveir hestar úr okkar ræktun, þau Sjöund og Oddviti frá Bessastöðum. Þau eru systkini undan hryssunni Frostrós frá Þóreyjarnúpi. Sjöund er undan Krafti frá Efri-Þverá og Oddviti undan Tindi frá Varmalæk.
Sjöund, sem fór til Belgíu síðast liðinn vetur varð Belgískur meistari í fimmgangi ásamt knapa sínum Toke.
Oddviti, sem fór til Belgíu fyrir tveimur árum, varð Belgískur meistari í tölti t4 og fjórgangi v1 yngri flokka ásamt knapa sínum og eiganda Lorien.

Við óskum þeim innilega til hamingju og erum gríðarlega glöð að þau skuli hafa haldið áfram að sýna góða takta á keppnisvellinum eftir að þau fóru til nýrra heimkynna.

Last weekend was the Belgian Championship for Icelandic horses. Two horses from our breed were competing there. Oddviti frá Bessastöðum and Sjöund frá Bessastöðum. The mother of both of them is Frostrós frá Þóreyjarnúpi, the father of Oddviti is Tindur frá Varmalæk and the father of Sjöund is Kraftur frá Efri-Þverá.
Sjöund, who left to Belgium last winter, became belgian championer in V1 with her rider Toke Van Brantgehem.
Oddviti, who left to Belgium two years ago, became belgian championer in both T4 and V2 with his rider and owner Lorien Swinnen.

We are very proud and happy to see how well they are doing in their new homes and that they keep on doing good things on the track.
Picture
Oddviti frá Bessastöðum and Lorien Swinnen.
0 Comments

Við erum farin að reka gistihús!

10/9/2016

0 Comments

 
Picture
Í vor keyptum við húsið hennar Stínu frænku í Efra. Stína dó árið 2011 og hefur húsið verið lítið notað síðan. Okkur fannst ómögulegt að hafa það í túngarðinum og lítil sem engin not fyrir það og keyptum það því af erfingjunum og stofnuðum um það hlutafélagið Í Efra ehf, sem hefur það meginhlutverk að leigja húsið út til ferðamanna. Við tókum rækilega til í húsinu, máluðum, tókum inn hitaveituna og skiptum um ofna, löguðum planið og skjólvegg. Í byrjun ágúst var húsið orðið tilbúið til útleigu og auglýstum við það á síðunni airbnb.com. Það var sem við manninn mælt að strax daginn eftir að húsið var auglýst fóru að koma inn bókanir á það. Í ágúst voru gestir í húsinu nánast upp á hvern dag og gengur mjög vel í september líka. Við, já og sérstaklega húsið, umhverfið og mjólkin, fáum virkilega góðar umsagnir, bæði í gestabókina og á airbnb síðunni.

Hér er slóðin að síðunni þar sem húsið er auglýst.

Hér á heimasíðunni okkar erum við dálitla kynningu á húsinu. Endilega skoðið.

We bought a house to make a guesthouse. Here is more about it.

We advertise the guesthouse on airbnb.com and here you can find us. and booking.com

We are also here: www.facebook.com/bessastadirguesthouse/

.
0 Comments

Bara 5 vetra með10 fyrir skeið / Just 5 years with 10 for pace

8/7/2016

0 Comments

 
Picture
Fríða og Fröken kátar með tíuna sína.
Landsmótið á Hólum í síðustu viku var magnað. Frábærlega að því staðið, mjög góður aðbúnaður fyrir alla og auðvitað frábær hestakostur, alltaf gaman að hitta aðra hestamenn. Við vonum svo sannarlega að fleiri stórmót verði haldin á Hólum.
Við fórum með tvær hryssur á mótið og stóðu þær sig mjög vel, meira að segja komum við heim með eina 10.

We went to Landsmót at Hólar last week. It was fantastic, very good area and of course great horses and peolpe. We surely hope that there will be soon again big competition at Hólar.
We did take two of our mares to the Landsmót and they both did very well.

Picture
Picture
Picture
5 vetra hryssan hennar Fríðu, Fröken frá Bessastöðum, náði sér í 10 fyrir skeið í kynbótadómi. Enda hafði eigandinn stefnt að því lengi. Hún hélt sinni aðaleinkunn sem er 8,16. 

Our youngest daughter owns biggest part of Fröken frá Bessastöðum, 5 years olda mare after Milla frá Árgerði and Kunningi frá Varmalæk. She did get 10 for pace on Landsmót, and the owner is ofcourse very happy. 

Picture
Picture
Picture
Jói var með Mynd frá Bessastöðum, 8 vetra undan Vilmu frá Akureyri og Andvara frá Ey, í B-flokki. Það gekk mjög vel og var hún rétt við það að komast í milliriðla. Þetta var síðasta mótið hennar Myndar, en nú er hún að fara í ræktun hjá eiganda sínum. Hún byrjar á því að fara undir stóðhestinn Konsert frá Hofi, ekki amaleg byrjun hjá þessari fyrirmyndar hryssu.

Jói took the 8 years old mare Mynd frá Bessastöðum to B-flokkur. Mynd is after Vilma frá Akureyri and Andvari frá Ey. They did very well in B-flokkur, got 8,49 scores and were very close to come to the second ride there. This was the last competition of Mynd because now her owner is taking her to breeding. She will start to breed with the stallion Konsert frá Hofi, just a highclass starting for her.
0 Comments

Jæja, allt að verða klárt fyrir Landsmót / Ready for Landsmót

26/6/2016

0 Comments

 
Picture
Þá er búið að heyja fyrrisláttinn í kýrnar, drífa heim rúllurnar og bera á aftur. Gelda upp kýrnar sem komnar eru á tíma til þess, flokka hrossin og sleppa Mjölni til hryssnanna o.fl. o.fl. Nú er hægt að leggja af stað á Landsmótið með okkur sjálf og hryssurnar sem fengu farmiða þangað. Það eru Mynd og Fröken sem fá þann heiður.

Now we are ready to go to Landsmót. Have made the first hay for the cows, put the stallion to the mares and other things. We are going with two mares, see here beneath.
Picture
Við förum með Fröken frá Bessastöðum í kynbótadóm 5 vetra hryssna. Hún fer einnig í úrvalssýningu kynbótahrossa því hún fékk 9,5 fyrir skeið í dómi í vor. Fröken er undan Millu frá Árgerði og Kunningja frá Varmalæk.

We take Fröken frá Bessastöðum to the breedingshow of 5 years old mares. She is also going to the show of best quality breedinghorses as she got 9,5 for pace in the breedingtest few weeks ago.
Fröken is daughter of our Milla frá Árgerði and Kunningi frá Varmalæk.

Picture
Einnig förum við með Mynd frá Bessastöðum á Landsmótið. Jói og hún unnu sér rétt til að keppa fyrir Hestamannafélagið Skugga í B-flokki, en eigandi hennar Frans er í því félagi. Þetta er í annað sinn sem Mynd fer á Landsmót, en á síðasta Landsmóti keppti Helga Rún á henni í ungmennaflokki. Mynd er undan Vilmu frá Akureyri og Andvara frá Ey.

We also take Mynd frá Bessastöðum to take part in B-flokkur. They will compete for the ridingclub Skuggi in Borgarnes because her owner Frans is in that club. This will be the second time that she will go to Landsmót, because Helga Rún were competing on her in young adult class on last Landsmót. Mynd is daughter of Vilma frá Akureyri and Andvari frá Ey.

Picture
Mjölnir rétt missti af því að fara á Landsmótið, þó hann væri með 8,27 í aðaleinkunn þá vantaði 4 kommur upp á að hann fengi rétt til að fara þangað, hann er því farinn að þjóna hryssum. Eftir Landsmót verður hægt að bæta fleirum við hjá honum.

Our stallion Mjölnir was few points from geting selected to Landsmót, though he is having 8,27 in total. Now he is having fun serving mares and can serve more if someone likes.
Picture
The midnightsun is great. See you on Landsmót.
0 Comments

Frábær árgangur sem stóð undir væntingum / And they did as we were hoping

12/6/2016

0 Comments

 
Picture
Jói að ríða Fröken í 9,5 fyrir skeið.
Fórum með fimm vetra árganginn okkar í kynbótadóm á Hólum í síðustu viku. Þau tóðu sig öll mjög vel og náðu öll yfir fyrstu verðlauna múrinn, bæði fyrir byggingu og hæfileika. Það náðist meira að segja ein níufimma.

We took all our five years old to breedingtest last week. They did all very well, all got over 8 points for both conformation and ridden ability. Here beneath is more about that.
Mjölnir frá Bessastöðum IS2011155574
Móðir: Vilma frá Akureyri      Faðir: Álfur frá Selfossi
Picture

Aðaleinkunn: 8,27

Bygging: 8,08                   Hæfileikar: 8,39
​

Höfuð 8,0                         Tölt: 8,5
                                        Taktgott, há fótlyfta,                                         mjúkt
Háls/herðar/bógar 8,0         Brokk 9,0
  Mjúkur, háar herðar, djúpur   Taktgott,                                                         skrefmikið,                                                     há fótlyfta
Bak og lend 8,0                  Skeið 8,5
  Góð baklína                         Skrefmikið
Samræmi 8,0                     Stökk 8,0
   Fótahátt, afturstutt              Teygjugott
Fótagerð 8,5                      Vilji og geðslag 8,5
   Sverir liðir, öflugar sinar       Ásækni
Réttleiki 8,0                       Fegurð í reið 8,5
   Framfætur réttir                 Góður höfuðburður, mikill fótaburður
Hófar 8,0                           Fet 6,5
    Efnisþykkir, þröngir             Framtakslítið, skeiðborið
Prúðleiki 8,0                          Hægt tölt 8,0
                                           Hægt stökk 7,5
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Hægt er að koma með merar undir Mjölni í stóðhestahólf á Bessastöðum. Hægt er að bæta inn á hann hvenær sem er. Verð á folatolli er 90.000 kr. innifalið er folatollur, hagagjald, ein sónarskoðun og virðisaukaskattur. Upplýsingar hjá Jóa Magg í síma 892 7981 eða bessast@simnet.is.

By clicking here you can see more about Mjölnir.

Fröken frá Bessastöðum IS2011255571
Móðir: Milla frá Árgerði            Faðir: Kunningi frá Varmalæk

Picture
Stoltur eigandi Frökenar.

Aðaleinkunn: 8,16

Bygging: 8,41                  Hæfileikar: 8,00
​

Höfuð 8,5                          Tölt: 8,0
  Skarpt/þurrt, svipgott,         Mikið framgrip
​  bein neflína

Háls/herðar/bógar 8,5         Brokk 7,0
  Hátt settur, háar herðar       Skrefmikið, ferðlítið
                                         fjórtaktað/brotið

Bak og lend 8,5                  Skeið 9,5
  Djúp lend, góð baklína         Ferðmikið, sniðgott,                                          takthreint, mikil                                                fótahreyfing

Samræmi 9,0                     Stökk 7,5
  Léttbyggt, langvaxið,            Ferðmikið, sviflítið
  fótahátt

Fótagerð 8,5                      Vilji og geðslag 8,5
  Mikil sinaskil, þurrir fætur    Ásækni

Réttleiki 7,5                       Fegurð í reið 8,0
  Afturfætur: Brotin tálína       Mikil reising
  Framfætur: Réttir

Hófar 8,0                           Fet 5,5
  Efnisþykkir, þröngir              Ójafnt, skrefstutt

Prúðleiki 7,5                          Hægt tölt 8,0
                                           Hægt stökk 8,0
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture

Ógn frá Bessastöðum IS2011255570
Móðir: Bylting frá Bessastöðum            Faðir: Héðinn frá Feti
Picture
​Aðaleinkunn: 8,05

Bygging: 8,05                   Hæfileikar: 8,04
​

Höfuð 8,5                         Tölt: 7,5
  Svipgott, bein neflína          Taktgott, ferðlítið
Háls/herðar/bógar 8,5         Brokk 8,5
  Reistur, grannur                  Taktgott, skrefmikið
Bak og lend 7,5                  Skeið 9,0
  Vöðvafyllt bak                    Ferðmikið, öruggt,
  Framhallandi bak                 takthreint
Samræmi 8,0                     Stökk 7,5
  Sívalvaxið                          Ferðmikið, sviflítið
Fótagerð 7,5                      Vilji og geðslag 8,5
   Hörð afturfótsstaða             Ásækni
Réttleiki 7,5                       Fegurð í reið 8,0
   Afturfætur nágengir            Mikil reising,                                                     framsett
Hófar 8,5                           Fet 6,5
    Efnisþykkir                        Skrefstutt,                                                      flýtir sér
Prúðleiki 7,0                          Hægt tölt 7,5
                                           Hægt stökk 7,5
Picture
Picture
Picture
0 Comments

Spennandi árgangur / Promising horses born 2011

23/4/2016

0 Comments

 
Við eigum 3 hross fædd árið 2011, hvert öðru meira spennandi. Það er graðhesturinn Mjölnir og frænkurnar Fröken og Ógn, sem há mikla keppni um hvor er betri, þar sem eigandi Frökenar hún Fríða Rós gefur ekkert eftir. Hér eru nokkrar myndir af þeim og kynningar.
​
We own 3 horses that we breed the year 2011. They are all very promising and fun to train. Here are some pictures of them.
Fröken frá Bessastöðum.
Móðir: Milla frá Árgerði.
Faðir: Kunningi frá Varmalæk.
​Fröken fékk m.a. 9 fyrir skeið í kynbótadómi 4 vetra. Fríða Rós er 90% eigandi að henni á móti pabba sínum og ber miklar væntingar til þess að hún verði ávalt betri en Ógn.
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture

Ógn frá Bessastöðum.
​Móðir: Bylting frá Bessastöðum, en Bylting er undan Millu, þannig að Ógn er systurdóttir Frökenar.
Faðir: Héðinn frá Feti.
Gæðakeppnin á milli frænknanna er mikil og ef Jói spyr Fríðu hvort hún vilji vita hvor hryssnanna var betri þann daginn, vill hún ekki fá að vita það, því hún veit að hann spyr ekki slíkrar spurningar nema að það sé hryssan hans sem var betri. Ef hann spyr hins vegar ekki, þá getur hún með glöðu geði spurt hann slíkrar spurningar.
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture

Svo er það stóðhesturinn Mjölnir frá Bessastöðum.
Móðir: Vilma frá Akureyri.
Faðir: Álfur frá Selfossi.
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture

Þessir töffarar, Sleipnir og Goði, báðir undan Mjölni, bíða spenntir eftir að verða eldri svo þeir geti farið að keppa sín á milli. Sleipnir, sá skjótti er undan Vinsæl frá Halakoti og Goði sá móálótti er undan Frostrós frá Þóreyjarnúpi.

Here in the front are two 2 years old sons of Mjölnir. The one to left is Sleipnir and the mother is Vinsæl frá Halakoti, the one to right is Goði and the mother is Frostrós frá Þóreyjarnúpi. Behind them are the pregnant mares.
Picture
0 Comments

Sjöund komin til Belgíu

26/3/2016

0 Comments

 
Jói fór á eftir Sjöund, hryssu frá okkur á áttunda vetur undan Frostrós frá Þóreyjarnúpi og Krafti frá Efri-Þverá, til Belgíu til að keppa á henni í fimmgangi á ísmóti í Eindhoven í Hollandi og kynna hana fyrir nýjum eiganda. Hún stóð sig með sóma fékk 7,0 í einkunn eftir forkeppni og 6. sæti þar. Mistök við útreikning urðu þó til þess að hún var ekki skráð í úrslitin, þannig að þau misstu af því að ríða þau. Hefði verið mjög gaman að taka þátt í þeim, þar sem Frabin var að keppa þar líka, en Jói var búinn að vera með hann í þjálfun í nokkur ár áður en hann fór út.

​ Jói did follow Sjöund to Belgium last week. She is breed and trained by us and is eight year old after Frostrós frá Þóreyjarnúpi and Kraftur frá Efri-Þverá. They did compete in fivegate F1 at the icecompetition in Eindhoven and got 7,0 in totalscore and the 6th place after selection. They did not get to ride the finals because of miscalculation, which was unfortunately not corrected until after the finals. 
Picture
Sjöund á ísmótinu í Eindhoven.
Picture
Úrslitin eftir forkeppni á ísmótinu í Eindhoven. Hefði verið gaman að ríða úrslitin líka.
Picture
Sjöund á þrususkeiði hér heima rétt áður en hún fór af landi brott.
Picture
Sjöund er líka frábær töltari.
​Sjöund er núna í sama hesthúsi og Oddviti frá Bessastöðum bróðir hennar sem fór út fyrir rúmu ári síðan. Gaman var að sjá hvað hann er í fantafínu formi.
Frabín frá Fornusöndum fór út í haust og er að standa sig mjög vel hjá nýjum eiganda.
Mjög gaman er að fylgjast með hvernig hestarnir, sem við erum búin að ala upp, temja og rækta standa sig hjá nýjum eigendum.

Sjöund is now in the same stall as Oddviti, her brother after Frostrós and Tindur frá Varmalæk. It was very nice to see how well he is progressing there.
Frabin frá Fornusöndum went to Holland last autumn and is doing very good by his new owners.
It is very good and encouraging to see how the horses, that we race up and train for years and most of them breed also are doing when they come to new owners.

Picture
Frabín og Jói á einu af mótunum sem þeir tóku þátt í saman.
Picture
Oddviti og Helga Rún á einu af mótunum sem þau tóku þátt í saman.
0 Comments
<<Previous
Forward>>
    Eldri fréttir / Older news
    Myndaalbum/Photoalbum

    Bessastaðafréttir

    Hér verða settar inn helstu fréttir af fólki og fénaði.

    Archives

    November 2020
    May 2020
    November 2019
    October 2019
    April 2019
    October 2018
    June 2018
    May 2018
    October 2017
    June 2017
    January 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    July 2016
    June 2016
    April 2016
    March 2016
    January 2016
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly