• Heim
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Þjálfunarhross
  • Folöld
  • Ræktunarhryssur
  • Hafa samband

Sjöund komin til Belgíu

26/3/2016

0 Comments

 
Jói fór á eftir Sjöund, hryssu frá okkur á áttunda vetur undan Frostrós frá Þóreyjarnúpi og Krafti frá Efri-Þverá, til Belgíu til að keppa á henni í fimmgangi á ísmóti í Eindhoven í Hollandi og kynna hana fyrir nýjum eiganda. Hún stóð sig með sóma fékk 7,0 í einkunn eftir forkeppni og 6. sæti þar. Mistök við útreikning urðu þó til þess að hún var ekki skráð í úrslitin, þannig að þau misstu af því að ríða þau. Hefði verið mjög gaman að taka þátt í þeim, þar sem Frabin var að keppa þar líka, en Jói var búinn að vera með hann í þjálfun í nokkur ár áður en hann fór út.

​ Jói did follow Sjöund to Belgium last week. She is breed and trained by us and is eight year old after Frostrós frá Þóreyjarnúpi and Kraftur frá Efri-Þverá. They did compete in fivegate F1 at the icecompetition in Eindhoven and got 7,0 in totalscore and the 6th place after selection. They did not get to ride the finals because of miscalculation, which was unfortunately not corrected until after the finals. 
Picture
Sjöund á ísmótinu í Eindhoven.
Picture
Úrslitin eftir forkeppni á ísmótinu í Eindhoven. Hefði verið gaman að ríða úrslitin líka.
Picture
Sjöund á þrususkeiði hér heima rétt áður en hún fór af landi brott.
Picture
Sjöund er líka frábær töltari.
​Sjöund er núna í sama hesthúsi og Oddviti frá Bessastöðum bróðir hennar sem fór út fyrir rúmu ári síðan. Gaman var að sjá hvað hann er í fantafínu formi.
Frabín frá Fornusöndum fór út í haust og er að standa sig mjög vel hjá nýjum eiganda.
Mjög gaman er að fylgjast með hvernig hestarnir, sem við erum búin að ala upp, temja og rækta standa sig hjá nýjum eigendum.

Sjöund is now in the same stall as Oddviti, her brother after Frostrós and Tindur frá Varmalæk. It was very nice to see how well he is progressing there.
Frabin frá Fornusöndum went to Holland last autumn and is doing very good by his new owners.
It is very good and encouraging to see how the horses, that we race up and train for years and most of them breed also are doing when they come to new owners.

Picture
Frabín og Jói á einu af mótunum sem þeir tóku þátt í saman.
Picture
Oddviti og Helga Rún á einu af mótunum sem þau tóku þátt í saman.
0 Comments

Met afurðir hjá kúnum okkar / Our cows are milking a lot

24/1/2016

0 Comments

 
Picture
Rúna, afurðahæsta kýrin okkar árið 2015. Mjólkaði 10.990 lítra af mjólk með 4,13% fitu og 3,22% prótein.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins var að birta árslista yfir afurðir mjólkurkúnna á síðasta ári. Við erum í 46. sæti yfir afurðahæstu búin, með 7.092 lítra eftir árskúnna sem er 349 lítrum meira en árið 2014. Meðalafurðir yfir landið eru 5.851 lítrar eftir árskúnna, þannig að kýrnar hjá okkur eru að mjólka að jafnaði 21% meira en á meðalbúinu í landinu.
​Afurðahæsta kýrin okkar Rúna var í 46. sæti yfir afurðahæstu kýrnar á landinu. Hún mjólkaði 10.990 lítra á síðasta ári. Hringhenda, sem var afurðahæst hjá okkur árið 2014, mjólkaði 10.951 lítra á árinu 2015, Systa 10.938 lítra og Kola 10.325 lítra. Magnaðar mjólkurkýr. Þær hefðu getað verið fleiri hjá okkur með svona miklar ársafurðir, ef þær hefðu verið nógu hraustar til þess, t.d. Sírena og Blíð sem við urðum að lóga í haust út af krónískri júgurbólgu og Baula, sem var með of lélegar júgurfestingar til að halda svo miklu mjólkurmagni uppi. En eins og sjá má af meðaltölunum, þá eru nokkrar kýr sem ekki ná svona miklum afurðum og auðvitað fyrsta kálfs kvígurnar sem ekki mjólka svona mikið á fyrsta mjaltaskeiði. Sem dæmi má nefna hana Hetju, sem er jafn gömul Kolu og Systu (fæddar 2011), hún mjólkaði ekki nema 4.178 lítra á árinu og mjólkin var meira að segja efnaminni en mjólkin í þeim (þ.e. lægra fitu- og próteinhlutfall í mjólkinni). Samt var ekkert sem virtist hrjá hana nema áhugaleysi á að mjólka. 
Hér á bak við má sjá nánari útlistun á kúabúskapnum og afurðunum.
​
Á súluritinu hér fyrir neðan má sjá meðalafurðir kúnna okkar öll árin sem við höfum verið bændur, í samanburði við landsmeðaltalið. Línan sýnir fjölda árskúa hjá okkur. Á kususíðunni okkar má sjá nánari útlistun á sveiflunum í afurðurnum.
Picture
0 Comments

Gleðilegt ár / Happy new year

14/1/2016

1 Comment

 
Picture
Árið byrjar með fallegu veðri og góðum hrossum. Gaman af því. Undir Þjálfunarhross í flipanum hér fyrir ofan getið þið séð úrval gæðingshrossa sem verða á húsi hjá okkur í vetur.

The year begins with good weather and good horses. Here you can see the horses that we are training this winter.
1 Comment

Uppskeruhátíð og útskrift

29/11/2015

 
Picture
Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún. var haldin með miklu pompi og prakt fyrir nokkrum vikum. Fríða Rós er heldur betur montin af Fröken sinni sem fékk þar viðurkenningu fyrir að vera hæsta 4. vetra hryssan hjá Hrossaræktarsamtökum V-Hún. Hún er meira að segja á topp 10 listanum yfir landið. 
Við fengum líka viðurkenningu fyrir 6 vetra hryssurnar Hugsun frá Bessastöðum sem var þar í efsta sæti og Hellen frá Bessastöðum sem var þriðja í þeim flokki.
Auk þess vorum við tilnefnd ásamt þremur öðrum búum hjá samtökunum
 sem ræktunarbú ársins, en hlutum þó ekki útnefninguna að þessu sinni. Lækjamót varð fyrir valinu í ár, óskum við þeim til hamingju með það.

Fríða Rós is very proud of her four years old Fröken frá Bessastöðum, since she got trophy for having highest breedingscore this year in our breedingclub. Fröken is also on top ten highest list of four year old mares in Iceland 2015.
We also got throphies for Hugsun frá Bessastöðum for being the highest judged six years old mare in our breedingclub and for Hellen frá Bessastöðum for being the third highest judged six year old mare in our breedingclub.

Picture
Picture
Uppskeruhátíðarhelgin var notuð til að útskrifa fjögur þriggja vetra tryppi sem Jói var búinn að frumtemja í tæpa tvo mánuði. Tókst útskriftin mjög vel. Myndir af þeim eru hér fyrir neðan, en þau eru kölluð "brúna gengið" því öll eru þau brún á litinn, sem er óvenjulegt að heill árgangur sé eins á litinn.

In beginning of november we did make some pictures of the three years old that Jói had been training for two months. Then they got brake for some weeks to think about what they had learned. Pictures are here beneath.

Picture
Picture
Atgeir frá Bessastöðum. Móðir: Bylting frá Bessastöðum. Faðir: Konsert frá Korpu.

Picture
Picture
Unun frá Bessastöðum. Móðir: Milla frá Árgerði. Faðir: Konsert frá Korpu.

Picture
Picture
Glaumur frá Bessastöðum. Móðir: Perla frá Sauðárkróki. Faðir: Gaumur frá Auðsholtsjáleigu. Við eigum hann með Kristjáni Inga Gunnarssyni, sem átti Perlu.

Picture
Picture
Brana frá Þóreyjarnúpi. Móðir: Saga frá Þóreyjarnúpi (alsystir Lávarðar okkar). Faðir: Alur frá Lundum II.
Hún er í okkar eigu.

Picture
Picture
Picture
Svo var Mjölnir líka tekinn út. Hann var nýkominn á járn eftir sumarfrí með hryssuhópi. Mikið stuð á gaurnum.

Mjölnir frá Bessastöðum, four years old stallion. Mother: Vilma frá Akureyri. Father: Álfur frá Selfossi.

Picture
Picture
Picture
Fríða fór svo á bak Fröken sinni, enda ekki allar 12 ára stelpur sem eiga hæst dæmdu fjögurra vetra hryssu í sínum hrossaræktarsamtökum. 

Fríða riding on her four years old Fröken frá Bessastöðum. Mother: Milla frá Árgerði. Father: Kunningi frá Varmalæk.

Uppskera ársins í hrossaræktinni / Going good in our horsebreeding

24/10/2015

0 Comments

 
Nú er tíminn sem hrossaræktendur gera upp keppnis- og sýningarárið um leið og þeir fara að huga að uppstillingu vetrarins og komandi árs. Hér ætlum við að skoða árangur Bessastaðabúsins á árinu.

Jói sýndi 5 hross úr okkar ræktun og eigu í kynbótadómi á árinu. Meðalaldurinn var 5,4 ár og meðaleinkunn 8,02.  
Hann var líka duglegur á keppnisvellinum með hross í okkar eigu og ræktun og gekk vel með þau.
​Hér fyrir neðan verður hrossunum gerð nánari skil.

We want to look a bit back in the year and see how we did on the tracks.
Jói did show 5 horses from our breeding for breedingjudges. The average age is 5,4 years and the averege scores are 8,02.
Picture
Picture
Picture
Fröken frá Bessastöðum er 4 vetra hryssa undan Millu frá Árgerði og Kunningja frá Varmalæk. Jói og Fríða Rós eiga hana saman, en Fríða á þó mikinn meirihluta í henni eins og Jói er ávalt minntur á. Hún hlaut í aðaleinkunn 8,04. Fyrir sköpulag 8,31 og fyrir hæfileika 7,86. Þar af 8,5 fyrir höfuð, háls/herðar/bóga, samræmi, fótagerð, stökk og vilja. Svo fékk þessi fjögurra vetra snillingur 9,0 fyrir skeið.

Fröken frá Bessastöðum is 4 years old daughter of Milla frá Árgerði og Kunningi frá Varmalæk. She got for total 8,04.

Picture
Picture
Picture
Mjölnir frá Bessastöðum er líka fjögurra vetra. Hann er undan Vilmu frá Akureyri og Álfi frá Selfossi. Frábærlega geðgóður hestur, mjúkur og hágengur. Við ákváðum að sýna hann í kynbótadómi í vor, þó svo að til beggja átta geti brugðið með að fara með unga stóðhesta á ókunna staði. Það gekk svo sem eftir að hann var ekki með hugann við verkið, en komst þó frá því. Hann fékk í aðaleinkunn 7,66. Fyrir sköpulag 8,15 og fyrir hæfileika 7,33. Þar af 9,0 fyrir fótagerð.

Mjölnir frá Bessastöðum is 4 years old stallion. Son of Vilma frá Akureyri and Álfur frá Selfossi. We decided to take him for breedingtest, though it could go both ways with so young stallion. In the ridingjudge he was not consentrated on the rider so it was not possible to ask him for much. But we are very excited for the coming winter to continue training him. He got 7,66 in total breedingscore.

Picture
Picture
Picture
Hellen frá Bessastöðum er sex vetra hryssa undan Önn frá Grafarkoti og Aroni frá Strandarhöfði. Við ræktum hana með félögum okkar í Belgíu, þeim Dirk og Harold. Hún hlaut í aðaleinkunn 8,05. Fyrir byggingu 7,87 og fyrir hæfileika 8,18. Þar af 8,5 fyrir hófa og vilja og 9,0 fyrir skeið.

​Hellen frá Bessastöðum is 6 years old, daughter of Önn frá Grafarkoti and Aron frá Strandarhöfði. She got 8,05 in total breedingscore.

Picture
Picture
Picture
Hugsun frá Bessastöðum er sex vetra hryssa undan Hugsýn frá Þóreyjarnúpi og Ágústínusi frá Melaleiti. Hún fékk 8,21 í aðaleinkunn, fyrir sköpulag 8,06 og fyrir hæfileika 8,31. Þar af 8,5 fyrir bak/lend, hófa og brokk og 9,0 fyrir skeið og vilja/geðslag. Hugsun er eina afkvæmið sem við eigum og ræktuðum undan Hugsýn. Við héldum henni eftir ágætan kynbótadóm þegar hún var fjögurra vetra, tókum hana svo aftur í þjálfun á sjötta vetur og seldum hana svo þegar hún var 8 vetra.

Hugsun frá Bessastöðum is 6 years old daughter of Hugsýn frá Þóreyjarnúpi and Ágústínus frá Melaleiti. She got 8,21 in totalscore in breedingjudge.

Picture
Picture
Picture
Mynd frá Bessastöðum er sjö vetra undan Vilmu frá Akureyri og Andvara frá Ey. Hún fékk í aðaleinkunn 8,12. Fyrir sköpulag 7,94 og fyrir hæfileika 8,24. Þar af 8,5 fyrir fegurð í reið, hægt tölt og hægt stökk. Hún fékk 9,0 fyrir fótagerð, tölt, brokk og vilja. Við eigum engar ljósmyndir af henni úr kynbótadómnum, bara af keppnisvellinum, þar sem hún stóð sig mjög vel í fjórgangi, B-flokki og tölti.

Mynd frá Bessastöðum is 7 years old daughter of Vilma frá Akureyri and Andvari frá Ey. She got totalscore 8,12. 

Á keppnisvellinum var Jói helst með Mynd, sem getið er hér fyrir ofan og Sjöund frá Bessastöðum.

Jói was not only riding for breedingjudges he was also competing last summer. He did compete in fourgate, B-flokkur and tölt on Mynd frá Bessastöðum, which is mentioned here above.  
Picture
Picture
Picture
Sjöund frá Bessastöðum er sjö vetra undan Frostrós frá Þóreyjarnúpi og Krafti frá Efri-Þverá. Jói keppti á henni með góðum árangri í fimmgangi, A-flokki og gæðingaskeiði.

Jói did compete on Sjöund frá Bessastöðum in fivegate, A-flokkur and pasetest. Sjöund is 7 years old daughter of Frostrós frá Þóreyjarnúpi and Kraftur frá Efri-Þverá.

Picture
Picture
Picture
Það er ekki nóg fyrir Jóa að keppa á Íslandi. Hann skrapp til Belgíu og Hollands til að fylgja eftir Skyggni frá Bessastöðum. Þeir tóku þátt í A-flokki og 100 m skeiði með mjög góðum árangri. Gaman að fá að fylgja eftir góðum hestum á erlendri grund.

It is not enough for Jói to compete in Iceland, he also went to Belgium and Holland to compete on Skyggnir frá Bessastöðum. They did compete in A-flokkur and 100 m pase and it went very well.
0 Comments

Fallegir haustdagar  /  Beautiful autumndays

14/10/2015

1 Comment

 
Gífurlega fallegt veður þessa dagana. Norðurljósin dansa kvöld eftir kvöld og rjómablíða yfir daginn. Menn og skepnur kunna sér ekki læti.

Very, very beutiful weather these days. Enjoy the slideshow above.
1 Comment

Ungviðið í haustblíðunni.

1/10/2015

0 Comments

 
Picture
Gaman að kíkja á folöldin í haustblíðunni.

Nice to look at the foals in the autumn.
Picture
Hnoss frá Bessastöðum Móðir: Vinsæl frá Halakoti Faðir: Mjölnir frá Bessastöðum
Picture
Sif frá Bessastööum. Móðir: Milla frá Árgerði. Faðir: Mjölnir frá Bessastöðum
Picture
Garri frá Bessastöðum. Móðir: Glæða frá Bessastöðum. Faðir: Hreyfill frá Vorsabæ.
Picture
Rauðstjörnóttur foli. Móðir: Önn frá Grafarkoti. Faðir: Ómur frá Kvistum.
Picture
Önn frá Grafarkoti og Glæða frá Bessastöðum kljást.
Picture
Sókn frá Bessastöðum (móálótt folald). Móðir: Bylting frá Bessastöðum. Faðir: Trymbill frá Stóra Ási. Rauða folaldið er undan Önn frá Grafarkoti og Ómi frá Kvistum.
0 Comments

Mjölnir fylgist með myndatöku

23/9/2015

1 Comment

 
Picture
Picture
Einu sinni sem oftar í sumar vorum við að mynda reiðhrossin. Þótti Mjölni það mjög spennandi og kom hlaupandi frá stóðmerunum sínum til að fá að fylgjast með og monta sig. Mjölnir er 4. vetra undan Vilmu frá Akureyri og Álfi frá Selfossi.

Sometimes we go and make some pictures or videos of the ridinghorses. One time this summer when we were picturing two young traininghorses our stallion Mjölnir came running to take part in the picturing. Mjölnir is 4 years old son of Vilma frá Akureyri and Álfur frá Selfossi.
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
"Ég kemst sko miklu hraðar en þú Víkingur stóri bróðir."

"I can go much faster than you Vikingur big brother."
Picture
En hestarnir sem við vorum að mynda, voru 5 vetra folarnir Smiður frá Bessastöðum undan Millu frá Árgerði og Arnoddi frá Auðsholtshjáleigu. 

The horses that we were taking pictures of are 5 years old geldings. Smiður frá Bessastöðum. Mother Milla frá Árgerði and father Arnoddur frá Auðsholtshjáleigu.
Picture
Picture
Og Víkingur frá Bessastöðum, undan Kappa frá Kommu og Vilmu frá Akureyri og því sammæðra Mjölni.

And brother to Mjölnir Víkingur frá Bessastöðum, also 5 years old after Vilma frá Akureyri and Kappi frá Kommu. 
Picture
Picture
1 Comment

Gæðingamót Þyts

20/8/2015

0 Comments

 
Um síðustu helgi var gæðingamót Þyts haldið í Kirkjuhvamminum. Jói fór þangað með tvær hryssur og gekk mjög vel. 

Last weekend was Gæðingamót competition in our ridingclub. Jói took two of ours mares to that comeptition and it went very well.
Picture
Picture
Í A-flokk fór hann með 7 vetra hryssuna okkar Sjöund frá Bessastöðum, sem er undan Frostrós frá Þóreyjarnúpi og Krafti frá Efri-Þverá. Gaman hvað hún er að sækja sig mikið, en þetta er fyrsta árið hennar í keppni og alltaf gengið vel. Á þessu móti var hún hársbreidd frá því að sigra.

Jói took our 7 year old Sjöund frá Bessastöðum to A-flokkur. She is daughter of Frostrós frá Þóreyjarnúpi and Kraftur frá Efri-Þverá. Here beneath are the scores of them, the later points are from the finals.

A-flokkur úrslit:
1. Ísólfur Líndal Þórisson og Muninn frá Auðsholtshjáleigu, 8,30/8,44
2. Jóhann Magnússon og Sjönd frá Bessastöðum, 8,27/8,40
3. Anna Funni Jonason og Gosi frá Staðartungu, 8,19/8,30
4. Eline Schriver og Laufi frá Syðra-Skörðugili, 7,84/7,96
5. Jónína Lilja Pálmadóttir og Orka frá Syðri-Völlum, 8,10/7,33
Picture
Picture
Í B-flokk frá Jói með 7 vetra hryssuna okkar Mynd frá Bessastöðum, sem er undan Vilmu frá Akureyri og Andvara frá Ey. Hún er líka að sækja sig mikið þetta árið, en undanfarin ár hefur Helga Rún verið að keppa á henni. En núna er Helga í bakara- og píanónámi þannig að hún hefur ekki líka tíma til að þjálfa hross og keppa. Mynd var eins og Sjöund í harðri toppbaráttu á mótinu og endaði hársbreidd frá því að sigra, líkt og Brúney og Logi sem urðu jöfn þeim í 2.-3. sæti. 

Jói took our 7 years old Mynd frá Bessastöðum to B-flokkur. She is daughter of Vilma frá Akureyri and Andvari frá Ey. Here beneath are the scores of them, the later points are from the finals.

B-flokkur úrslit:
1. Ísólfur Líndal Þórisson og Flans frá Víðivöllum fremri, 8,35/8,57
2-3. Elvar Logi Friðriksson og Brúney frá Grafarkoti, 8,40/8,51
2-3. Jóhann Magnússon og Mynd frá Bessastöðum, 8,33/8,51
4. Þorgeir Jóhannesson og Stígur frá Reykjum 1, 8,16/8,25
5. Jónína Lilja Pálmadóttir og Svipur frá Syðri-Völlum, 8,14/8,24
0 Comments

2 hryssur í flottan kynbótadóm

7/8/2015

0 Comments

 
Picture
Picture
Í lok júlí fórum við með Hugsun og Mynd frá Bessastöðum í kynbótadóm á Dalvík. Það var mjög skemmtileg ferð og toppaði mjög góðan árangur í hrossaræktinni á árinu. Fyrr í vor fórum við með 4 hross í góðan dóm eins og þessi frétt greinir frá. Það er ekki amalegt að sýna 4 hryssur frá búinu og allar fari þær í fyrstu verðlaun og allar nema ein með 9 fyrir skeið, sú fjórða fékk í staðinn 9 fyrir tölt, brokk og vilja. Fimmta hrossið sem við sýndum er fjögurra vetra graðhestur frá okkur sem fékk ágætan byggingardóm og nokkuð góðan hæfileikadóm miðað við það hormónasjokk sem hann varð fyrir við að sjá allar skvísurnar í Reykjavík.

Late july we took two of our mares Hugsun and Mynd frá Bessastöðum to breedingtest in Dalvík. It went very well, Mynd got 9 for tölt, trott and temperament and Hugsun got 9 for pase. Here beneath you can see their scores and a video. We are very happy about the breedingshows of our horses this year. We have ritten 5 horses for breedingtest, here is news from the three that we showed in june. Four of them are mares from our breeding and they all got totalscore over 8 and all got some nines. Our four year old stallion got good scores though he were not listening well to the rider in the breedingjudge because he had not been trained to ride in other places than home so he was looking for the beautiful mares around. But his time will surely com later.

Mynd frá Bessastöðum er 7 vetra hryssa undan Vilmu frá Akureyri og Andvara frá Ey. Hún hefur undanfarin ár verið keppnishryssan hennar Helgu Rúnar. Þær kepptu til dæmis í ungmennaflokki á Landsmótinu í fyrra. Þetta árið hefur Jói verið að keppa á henni í fjórgangi og B-flokki og gengið ágætlega. Mjög jákvæð og skemmtileg hryssa. Hér að ofan er myndband af henni í dómnum.
Aðaleinkunn: 8,12 
Sköpulag: 7,94
Höfuð: 7,5
  Löng eyru
Háls/herðar/bógar: 8,
  Háar herðar
Bak og lend: 8,0
  Öflug lend
Samræmi: 8,0 
  Hlutfallarétt 
Fótagerð: 9,0  
 Mikil sinaskil, öflugar sinar, þurrir fætur 
Réttleiki: 7,5 
  Framfætur:  Nágengir 
Hófar: 7,5 
  Þröngir 
Prúðleiki: 6,5
Kostir: 8,24
Tölt: 9,0 
  Taktgott, há fótlyfta, skrefmikið 
Brokk: 9,0 
  Rúmt, öruggt, há fótlyfta 
Skeið: 6,0
Stökk: 8,0 
  Svifmikið 
Vilji og geðslag: 9,0
  Ásækni, vakandi 
Fegurð í reið: 8,5 
  Góður höfuðb., mikill fótaburður 
Fet: 7,5 
  Rösklegt 
Hægt tölt: 8,5   Hægt stökk: 8,5

Hugsun frá Bessastöðum er 6 vetra hryssa undan Hugsýn frá Þóreyjarnúpi og Ágústínusi frá Melaleiti. Þrælgóð hryssa sem við hlökkum til að prófa í keppni.
Aðaleinkunn: 8,21
Sköpulag: 8,06 
Höfuð: 7,5 
  Smá augu 
Háls/herðar/bógar: 8,0 
 Reistur, stuttur 
Bak og lend: 8,5 
  Öflug lend 
Samræmi: 8,0 
Fótagerð: 8,0 
  Þurrir fætur 
Réttleiki: 8,0 
Hófar: 8,5 
  Efnisþykkir, vel formaðir 
Prúðleiki: 7,5 
Kostir: 8,31 
Tölt: 8,0
  Rúmt, taktgott 
Brokk: 8,5 
  Rúmt, öruggt 
Skeið: 9,0 
  Ferðmikið, takthreint, öruggt 
Stökk: 7,5
  Ferðmikið, sviflítið 
Vilji og geðslag: 9,0 
  Ásækni, vakandi 
Fegurð í reið: 8,0 
Fet: 7,5 
  Taktgott, flýtir sér 
Hægt tölt: 7,5   Hægt stökk: 6,5
0 Comments
<<Previous
Forward>>
    Eldri fréttir / Older news
    Myndaalbum/Photoalbum

    Bessastaðafréttir

    Hér verða settar inn helstu fréttir af fólki og fénaði.

    Archives

    December 2024
    November 2020
    May 2020
    November 2019
    October 2019
    April 2019
    October 2018
    June 2018
    May 2018
    October 2017
    June 2017
    January 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    July 2016
    June 2016
    April 2016
    March 2016
    January 2016
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly