• Heim
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Þjálfunarhross
  • Folöld
  • Ræktunarhryssur
  • Hafa samband

Þróun fjósa og mjalta á Bessastöðum frá handmjöltum til Línu mjaltastúlku

21/11/2020

0 Comments

 
Picture
Þegar Guðný var pínu pons var fjósið í torfhúsi norðan við íbúðarhúsið. Innangengt var úr íbúðarhúsinu í fjósið, en þar á milli var Hundapallurinn. Líklega voru 6-7 básar í fjósinu. Austan við fjósið áfast því var braggi. Það var handmjólkað til ca. 1960 þegar fötukerfi kom. Mjólkurkælirinn var í brunni austan við fjósið. Þegar farið var að safna mjólk í mjólkursamlagið á Hvammstanga þurfti að keyra með mjólkurbrúsana yfir að Söndum, þangað sem þeir voru sóttir. Ýmsar svaðilfarir kunna föðurbræður Guðnýjar af þeim ferðum.
Picture
Árið 1972 var nýtt fjós byggt norðan við fjárhúsin. Hér eru Stína og Lóa að rífa gamla fjósið. Nýja fjósið sést norðan við nýju fjárhúsin uppi á melnum.
Picture
Gengur undan konunum, fjósið farið og bragginn að láta sig.
Picture
Hér er horft heim að bænum frá fjárhúsunum. Þarna í forgrunni er líklega heimasætan á bænum. Norðan við íbúðarhúsið og torffjósið er fyrst hænsnakofinn, votheysturn og norðast smiðjan hans afa.
Picture
Lóa, mamma Guðnýjar, í fjósinu sem var byggt við fjárhúsin. Einföld trégrind með skúrþaki og flórinn var fleytiflór út í fjárhúskjallarann. Þarna voru 15 básar. Í þessu fjósi var mjólkað frá 1972 til 1999. Fyrst var fötukerfi en um 1976, þegar Lóa fékk brjósklos var keypt rörmjaltakerfi og létti það mjaltirnar verulega.
Picture
Við Jói mjólkuðum í básafjósinu frá 1995 til 1999. Erum ekki alveg með skrokk í þetta mjaltalag svo það varð að hugsa til framtíðar og endingar búandmanna og kúa.
Picture
Það væsti svo sem ekki um kýrnar, á þess tíma mælikvarða. Þegar við tókum við hækkuðum við herðakambsslánna og settum bóggrindur.
Árið 1999 skelltum við okkur í að byggja nýtt fjós. Það er stálgrindahús með lokuðum flórum, í vesturenda þess er fleytiflór úr fjósinu yfir í fjárhúskjallarann. 33 básar eru í fjósinu og 2*4 Strangko mjaltabás. Gífurleg bylting fyrir menn og kýr.
Síðast liðinn vetur (2019/2020) veltum við ýmsum möguleikum fyrir okkur og eftir ýmsar vangaveltur um hvaða skref við ættum að taka við nýtingu á húsum og jarðnæðinu okkar ákváðum við að fá okkur mjaltaþjón í fjósið. Við vorum með 8 tækja mjaltabás sem er orðinn 20 ára og komin þörf á viðhald þar og við orðin slitin af mjöltunum og því komið að miklu viðhaldi þar líka. Þegar við skoðuðum málið nánar þá var mjög lítið mál að setja inn mjaltaþjón, svo við skelltum okkur í málið.
Hér fyrir neðan eru myndir af ferlinu. 
Það er skemmst frá að segja að Lína mjaltastúlka, sem er Fullwood Merlin mjaltaþjónn frá Landstólpa, er í miklu uppáhaldi bæði hjá mönnum og kúm.

We got us and our cows a milking robot. It is such a great decision.  
Kristín Einarsdóttir "Okkar kona á Ströndum" tók viðtal við Guðnýju um breytingarnar og fjósverkin. Hér má hlusta á það.
http://hveravik.is/sogur-af-strondum/gudny-bjornsdottir-a-bessastodum/
Picture
Það má horfa á þessa mynd til samanburðar við fystu myndina í fréttinni.
0 Comments



Leave a Reply.

    Eldri fréttir / Older news
    Myndaalbum/Photoalbum

    Bessastaðafréttir

    Hér verða settar inn helstu fréttir af fólki og fénaði.

    Archives

    November 2020
    May 2020
    November 2019
    October 2019
    April 2019
    October 2018
    June 2018
    May 2018
    October 2017
    June 2017
    January 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    July 2016
    June 2016
    April 2016
    March 2016
    January 2016
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly