• Heim
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Þjálfunarhross
  • Folöld
  • Ræktunarhryssur
  • Hafa samband

Met afurðir hjá kúnum okkar / Our cows are milking a lot

24/1/2016

0 Comments

 
Picture
Rúna, afurðahæsta kýrin okkar árið 2015. Mjólkaði 10.990 lítra af mjólk með 4,13% fitu og 3,22% prótein.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins var að birta árslista yfir afurðir mjólkurkúnna á síðasta ári. Við erum í 46. sæti yfir afurðahæstu búin, með 7.092 lítra eftir árskúnna sem er 349 lítrum meira en árið 2014. Meðalafurðir yfir landið eru 5.851 lítrar eftir árskúnna, þannig að kýrnar hjá okkur eru að mjólka að jafnaði 21% meira en á meðalbúinu í landinu.
​Afurðahæsta kýrin okkar Rúna var í 46. sæti yfir afurðahæstu kýrnar á landinu. Hún mjólkaði 10.990 lítra á síðasta ári. Hringhenda, sem var afurðahæst hjá okkur árið 2014, mjólkaði 10.951 lítra á árinu 2015, Systa 10.938 lítra og Kola 10.325 lítra. Magnaðar mjólkurkýr. Þær hefðu getað verið fleiri hjá okkur með svona miklar ársafurðir, ef þær hefðu verið nógu hraustar til þess, t.d. Sírena og Blíð sem við urðum að lóga í haust út af krónískri júgurbólgu og Baula, sem var með of lélegar júgurfestingar til að halda svo miklu mjólkurmagni uppi. En eins og sjá má af meðaltölunum, þá eru nokkrar kýr sem ekki ná svona miklum afurðum og auðvitað fyrsta kálfs kvígurnar sem ekki mjólka svona mikið á fyrsta mjaltaskeiði. Sem dæmi má nefna hana Hetju, sem er jafn gömul Kolu og Systu (fæddar 2011), hún mjólkaði ekki nema 4.178 lítra á árinu og mjólkin var meira að segja efnaminni en mjólkin í þeim (þ.e. lægra fitu- og próteinhlutfall í mjólkinni). Samt var ekkert sem virtist hrjá hana nema áhugaleysi á að mjólka. 
Hér á bak við má sjá nánari útlistun á kúabúskapnum og afurðunum.
​
Á súluritinu hér fyrir neðan má sjá meðalafurðir kúnna okkar öll árin sem við höfum verið bændur, í samanburði við landsmeðaltalið. Línan sýnir fjölda árskúa hjá okkur. Á kususíðunni okkar má sjá nánari útlistun á sveiflunum í afurðurnum.
Picture
0 Comments



Leave a Reply.

    Eldri fréttir / Older news
    Myndaalbum/Photoalbum

    Bessastaðafréttir

    Hér verða settar inn helstu fréttir af fólki og fénaði.

    Archives

    November 2020
    May 2020
    November 2019
    October 2019
    April 2019
    October 2018
    June 2018
    May 2018
    October 2017
    June 2017
    January 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    July 2016
    June 2016
    April 2016
    March 2016
    January 2016
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly