• Heim
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Þjálfunarhross
  • Folöld
  • Ræktunarhryssur
  • Hafa samband

Mynd og Sjöund á Íslandsmóti

13/7/2015

1 Comment

 
Picture
Mynd frá Bessastöðum. IS2008255574. Móðir: Vilma frá Akureyri. Faðir: Andvari frá Ey.
Picture
Picture
Jói fór með Mynd og Sjöund á Íslandsmótið og gekk mjög vel miðað við stöðu þeirra í þjálfunarferlinu. Mynd keppti í tölti og fékk 6,73 í einkunn. Mjög flott aðstaða hjá hestamannafélaginu Spretti og góð umgjörð um mótið. 
Sjöund og Jói kepptu í fimmgangi með 6,20 í einkunn og í gæðingaskeiði með 6,63 í einkunn.
Við óskum öllum sem stóðu að mótinu og tóku þátt í því til hamingju með mótið og árangurinn á mótinu. 

Fleiri myndir eru af þeim í myndaalbúminu. / More pictures in the photoalbum.

Jói took Mynd and Sjöund to the Icelandic championship in horsesport. Mynd got 6,73 in tölt T1 and Sjöund got 6,20 in fivegate F1 and 6,63 in pacetest PP2.
Picture
Sjöund frá Bessastöðum. IS2008255572. Móðir: Frostrós frá Þóreyjarnúpi. Faðir: Kraftur frá Efri-Þverá.
Picture
Picture
1 Comment

Uppskera vetrarstarfsins á fullu

18/6/2015

0 Comments

 
Í síðustu viku fór fram mikill uppskerutími í hrossaræktinni hér á bæ. Jói fór með 3 Bessastaðahross í kynbótadóm í Reykjavík og 2 Bessastaðahryssur á íþróttamót Þyts. Er skemmst frá því að segja að þær framkomur gengu mjög vel. Hér koma nánari útleggingar:
Last week we were taking three horses for breedingtest and two horses to competition. It all went very well. For breedingtest we took two mares and they both got score in total over 8 points and both got 9 for pase. Here beneath you can see the results.
Jói sýndi tvær hryssur í kynbótadómi. Þær fóru báðar í fyrstu verðlaun og fengu báðar 9 fyrir skeið. 
Picture
Fröken frá Bessastöðum IS2011255571
Picture
4 years old Fröken frá Bessastöðum.
Picture
Fröken got 9,0 for pase in breedingtest and it was the first time see was asked to run pase for real.
Fröken frá Bessastöðum er fjögurra vetra hryssa undan Millu frá Árgerði og Kunningja frá Varmalæk. Fríða Rós á hana að megninu til og er mjög stoltur eigandi. Ekki sakar heldur að hún er að vinna fyrsta áfanga í keppninni miklu á milli Frökenar og Ógnar, sem við greindum frá í frétt fyrr í vetur.
Aðaleinkunn: 8,04 
Sköpulag: 8,31 
Höfuð: 8,5 
   Skarpt/þurrt. Svipgott. Vel borin eyru. 
Háls/herðar/bógar: 8,5 
   Langur. Grannur. Hátt settur. Háar herðar. 
Bak og lend: 8,0 
Samræmi: 8,5
   Langvaxið. Fótahátt. 
Fótagerð: 8,5 
   Öflugar sinar. Þurrir fætur. 
Réttleiki: 8,0 
Hófar: 8,0 
   Efnisþykkir. Þröngir. 
Prúðleiki: 7,5

Kostir: 7,86 
Tölt: 7,5 
   Taktgott. Ferðlítið. 
Brokk: 7,0
   Ferðlítið. 
Skeið: 9,0 
   Ferðmikið. Takthreint. Skrefmikið. 
Stökk: 8,5 
   Ferðmikið. Teygjugott. 
Vilji og geðslag: 8,5 
   Ásækni 
Fegurð í reið: 8,0 
Fet: 5,5 
   Flýtir sér. Skeiðborið 
Hægt tölt: 7,5   Hægt stökk: 7,5

Picture
Hellen frá Bessastöðum IS2009255573
Picture
Picture
9,0 fyrir skeið.
Hellen frá Bessastöðum er 6 vetra hryssa í eigu Harolds og Dirk í Belgíu. Hún er undan Önn frá Grafarkoti og Aroni frá Strandarhöfði.
Aðaleinkunn: 8,05 
Sköpulag: 7,87 
Höfuð: 7,5 
   Djúpir kjálkar. 
Háls/herðar/bógar: 8,0
   Langur. Háar herðar. Djúpur.
Bak og lend: 7,5
   Djúp lend. Framhallandi bak. Mjótt bak.
Samræmi: 7,5
   Fótahátt. Afturstutt. Brjóstdjúpt.
Fótagerð: 8,0
   Þurrir fætur.
Réttleiki: 8,0
   Afturfætur: Réttir.  Framfætur: Nágengir.
Hófar: 8,5
   Efnisþykkir.
Prúðleiki: 7,0 

Kostir: 8,18 
Tölt: 8,0 
   Rúmt. Taktgott.
Brokk: 8,0
   Rúmt.
Skeið: 9,0
   Takthreint. Öruggt.
Stökk: 8,0 
   Ferðmikið. Sviflítið.
Vilji og geðslag: 8,5
   Reiðvilji. Vakandi.
Fegurð í reið: 8,0
   Mikil reising.
Fet: 7,0
   Framtakslítið
Hægt tölt: 7,5   Hægt stökk: 7,0

Picture
Mjölnir frá Bessastöðum IS2011155574
Picture
Picture
Mjölnir frá Bessastöðum er fjögurra vetra stóðhestur undan Vilmu frá Akureyri og Álfi frá Selfossi. Okkur fannst ómögulegt annað en að fara með hann í kynbótadóm, þó svo að það geti brugðið til beggja vona að fara með unga stóðhesta í nýtt umhverfi. Við vorum ágætlega sátt við útkomuna og ætlum að halda áfram að nota hann og bjóða til kynbóta. Hann er ofsalega geðgóður og jákvæður og mikil gæði í töltinu hans. Á þessu stigi tamningar vantar hann styrk til að valda þessum miklu hreyfingum á meira rými. 
Aðaleinkunn: 7,66 
Sköpulag: 8,15 
Höfuð: 8,0 
   Bein neflína. Vel borin eyru.
Háls/herðar/bógar: 8,0
   Reistur. Mjúkur. Djúpur.
Bak og lend: 8,0
   Góð baklína. Grunn lend.
Samræmi: 8,0
   Fótahátt. Afturstutt 
Fótagerð: 9,0 
   Sverir liðir. Öflugar sinar. Þurrir fætur.
Réttleiki: 8,0  
Hófar: 8,0 
   Efnisþykkir. Þröngir.
Prúðleiki: 8,0 

Kostir: 7,33 
Tölt: 8,0
   Taktgott 
Brokk: 7,5
   Skrefmikið. Sviflítið. 
Skeið: 5,0
Stökk: 7,5
   Sviflítið. 
Vilji og geðslag: 8,0 
Fegurð í reið: 8,0
Fet: 7,0
   Ójafnt.
Hægt tölt: 7,0   Hægt stökk: 7,5

Picture
Sjöund frá Bessastöðum. IS200825557
Picture
Picture
Jói fór með Sjöund frá Bessastöðum í fimmgang F1 og gæðingaskeið á íþróttamóti Þyts um helgina. Þau urðu í 2. sæti í fimmgangi. Sjöund er undan Krafti frá Efri-Þverá og Frostrós frá Þóreyjarnúpi.
     Fimmgangur F1 - 1.flokkur
     1. Bjarni Jónasson - Dynur frá Dalsmynni    6,76
     2. Jóhann Magnússon - Sjöund frá Bessastöðum    6,40
     3. Elvar Logi Friðriksson - Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá    6,10
     4. Þóranna Másdóttir - Ganti frá Dalbæ    5,67
     5. Herdís Einarsdóttir - Göslari frá Grafarkoti     4,90
Þau fóru líka í gæðingaskeið og sigruðu það með 6,21 í einkunn.

Picture
Mynd frá Bessastöðum IS2008255574
Picture
Picture
Jói fór með Mynd frá Bessastöðum í tölt T1 á íþróttamóti Þyts um síðustu helgi. Þau urðu í 3.-4. sæti. Mynd er undan Vilmu frá Akureyri og Andvara frá Ey. 

     Tölt T1 - 1.flokkur
     1. Elvar Logi Friðriksson - Byr frá Grafarkoti 7,06
     2. Vigdís Gunnarsdóttir - Flans frá Víðivöllum fremri 6,72
     3. Einar Reynisson - Muni frá Syðri-Völlum 6,56
     4. Jóhann B. Magnússon - Mynd frá Bessastöðum  6,56
     5. Kolbrún Grétarsdóttir - Stapi frá Feti 6.50

Það er aldeilis ekki hægt að kvarta undan gæðum Vilmubarnanna.
0 Comments

Játvarður í sjávarháska

1/6/2015

0 Comments

 
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Fórum í gær yfir í Sand til að mynda smá. Þar er enn betra að mynda heldur en á Reykjatanganum. Á myndunum hér fyrir ofan er Játvarður 7 vetra geldingur undan Millu frá Árgerði og Stimpli frá Vatni í miklum sjávarháska, að því er honum fannst allavega. Enda ekki nema von mikið brim í fjörunni.

The sea was heavy yesterday when Jói and Játvarður were heading to the Atlantic ocean. They did not go swiming this time....
Picture
Jói og Játvarður frá Bessastöðum. 7 vetra. M: Milla frá Árgerði. F. Stimpill frá Vatni.
Picture
Picture
Helga og Jói á Kná frá Bessastöðum. 6 vetra. M: Vinsæl frá Halakoti. F: Ómur frá Kvistum.
0 Comments

Smá myndasmíð

31/5/2015

3 Comments

 
Picture
Picture
Fórum í gær á Reykjatangann til að prófa að mynda þar. Okkur finnst rifið út í Hrútafjörðinn mjög spennandi til myndasmiða.
We went yesterday to find some good places for picturing horses in the neighbourhood.
Picture
Picture
Picture
Picture
Jói var á Hellen frá Bessastöðum og Helga Rún á Mynd frá Bessastöðum.
Picture
Picture
Jói and Hellen frá Bessastöðum 6 years old. M: Önn frá Grafarkoti. F: Aron frá Strandarhöfði.
Picture
Picture
Helga and Mynd frá Bessastöðum, 7 years old. M: Vilma frá Akureyri. F: Andvari frá Ey.
3 Comments

Uppgjör innimóta og upphaf útimóta.

25/5/2015

0 Comments

 
"Vorið er komið og grundirnar gróa". Hér verður stutt samantekt yfir vetrarmótin og fyrsta sumarmótið sem Jói tók þátt í. 
Jói var liðsstjóri Íbess-Gæðings í KS-deildinni í vetur. Í liðinu voru líka Magnús Bragi á Íbishóli, bróðir Jóa, Hanna Rún Ingibergsdóttir og Anna Kristín Friðriksdóttir sem báðar voru að læra við Hólaskóla. Stelpurnar stóðu sig vel í þeim greinum sem þær tóku þátt en misjafnlega gekk hjá bræðrunum. Til stóð að Magnús keppti m.a. á Óskasteini frá Íbishóli, en hann heltist og varð því úr leik. Jói keppti á fjórum hrossum í okkar eigu. Hér fyrir neðan má sjá myndir og árangur þeirra á mótunum í vetur og á fyrsta móti sumarsins sem var íþróttamót í Borgarnesi.

Some news about the competitions this winter and the first competition this summer. Jói was competing in the KS-deild. In V1 he was competing on Mynd frá Bessastöðum. He did also compete on her in V2 and T3 in Borgarnes early may and there he got fourth place with 6,20/6,43 in V2 and ninth place in T3 with 6,6/6,78.

Picture
Jói og Mynd frá Bessastöðum í fjórgangi í KS-deildinni.
Picture
Jói og Mynd frá Bessastöðum á Aríonbankamóti Faxa og Skugga í Borgarnesi. Komust í úrslit bæði í tölti og fjórgangi.
Jói keppti á Sjöund frá Bessastöðum í fimmgangi í KS-deildinni, liðakeppni Þyts og á Aríonbankamótinu. Varð í 2. sæti  í liðakeppninn og 3. sæti í Borgarnesi með 6,33/6,24. Hann keppti líka á henni í fyrsta skipti í gæðingaskeiði. Það gekk mjög vel í heildina fékk hún 6,33 en fyrr spretturinn var ekki nógu góður. 

Jói was competing on Sjöund frá Bessastöðum in fivegate. Was in the second place at Hvammstangi and third in F2 in Borgarnes 6,33/6,24.
Picture
Jói og Sjöund frá Bessastöðum í fimmgangi á Hvammstanga.
Hann keppti á Emblu frá Þóreyjarnúpi í gæðingafimi í KS-deildinni, gekk það vel og líkar þeim það keppnisform vel, þó svo að vantað hafi upp á flæðið í sýningunni, enda fyrsta skipti sem Jói keppti í þeirri grein. Þau urðu í 9. sæti í fjórgangi í liðakeppni Þyts og svo stóð til að keppa á henni í slaktaumatölti í KS-deildinni, en hún heltist og varð því ekkert úr þeirri keppni hjá þeim.
Picture
Picture
Svo keppti hann á Hellen frá Bessastöðum í flugaskeiði. Bæði í liðakeppni Þyts og KS-deildinni. Á KS-mótinu var það í fyrsta skipti sem henni var hleypt á tíma og það í gegnum reiðhöll, en hún hafði aldrei komið í reiðhöll áður. Tókst það mjög vel og á hún greinilega eftir að gera mjög góða tíma. Þau urðu í 2.-3. sæti í skeiðinu í liðakeppni Þyts. 
Picture
Jói og Hellen frá Bessastöðum á flugaskeiði í gegnum reiðhöllina á Sauðárkróki.
0 Comments

Skyggnir og Oddviti að standa sig í Belgíu

19/5/2015

0 Comments

 
Það gengur rólega með vorverkunum að halda áfram að endurnýja heimasíðuna. Komin er uppsöfnuð þörf á fréttaflutningi. Í dag setjum við fréttir af Skyggni og Oddvita sem báðir eru staddir í Belgíu. Það var íþróttamót í Bornem um síðustu helgi. Harold keppti þar á Skyggni í fimmgangi og urðu þeir í fyrsta sæti. Glæsilegur árangur á fyrsta móti þeirra saman. Frans keppti á Oddvita í tölti og tókst vel til, urðu þeir í 9. sæti.

Hér fyrir neðan eru myndir frá mótinu.

We are making new homepage and it is not going fast along with all the work, but there is always coming some new things each day. Now we put in the newest news. It is about Skyggnir and Oddviti in Belgium. They were in competition last weekend. Harold was competing on Skyggnir frá Bessastöðum in fivegate in Bornem and they did very well. They got the first place in fivegate. Frans was competing on Oddviti frá Bessastöðum in tölt and did also well. They got 9th place. 
The pictures here beneath are from a Gæðingamót competition at Breidablik in Holland, where Jói was competing on Skyggnir in A-flokkur. They got first place and also second place in 100 m pace.
Picture
Picture
Picture
Jói fór fyrr í apríl til Bornem til að fylgja gæðingunum eftir. Hann keppti þar á Skyggni í Gæðingakeppni á Breiðablik í Hollandi. Þeir urðu í 1. sæti í A-flokki og 2. sæti í 100 m skeiði.
0 Comments

Ný heimasíða

7/5/2015

0 Comments

 
Nú þarf að uppfæra heimasíðuna þar sem sú gamla er unnin í úreltu forriti. Þá er bara að leita á netinu eftir forriti sem hentugt gæti verið . Nú er ég að prófa heimasíðuna Weebly.com, hvort að hún gefur kost á því sem við sækjumst eftir í heimasíðuskipulagningu og þægindum við vinnu. Sjáum til.
0 Comments
Forward>>
    Eldri fréttir / Older news
    Myndaalbum/Photoalbum

    Bessastaðafréttir

    Hér verða settar inn helstu fréttir af fólki og fénaði.

    Archives

    November 2020
    May 2020
    November 2019
    October 2019
    April 2019
    October 2018
    June 2018
    May 2018
    October 2017
    June 2017
    January 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    July 2016
    June 2016
    April 2016
    March 2016
    January 2016
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly